KVENNABLAÐIÐ

Sumarlegt Eplatoddý – fullkomið á sumarkvöldi

Það er ekkert notalegra en að sitja úti undir berum himni undir teppi og njóta þess að vera úti meðan veðrið er gott. Hér er uppskrift að heitu en sumarlegu Eplatoddý sem er fullkomið til að sötra í kvöldhúminu.

creatures-of-sunshine

Hitið eplasafa (tæpan lítra) að suðumarki og bætið í sítrónu (3 sneiðum), fersku engiferi (3 sneiðar) og negulnöglum (7 st.)

Látið  toddýið standa í u.þ.b. 15 mínútur, þá drekkur safinn í sig kryddið.

Hitið síðan vökvann að suðumarki.

Auglýsing

Takið af hitanum og hellið í bolla og setja vanillu- eða kanilstöng í hvern bolla áður en borið er fram.

appelsandcinnamon

 

Njótið sumarkvöldsins!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!