Margir þekkja kryddið túrmerik og hversu góð áhrif það hefur á líkamann. Nú er nýjasta æðið Túrmerik–Latte og það þykir einstaklega instagram–vænt líka.
Það hefur orðið 56% aukning í leit á Google af orðinu túrmerik síðan í nóvember og 300% aukning á síðustu 5 árum.
Túrmerik latte er góður valkostur ef þú vilt sleppa við koffín en njóta góðs latte.
Margar leiðir eru til að búa þetta girnilega gula latté til en einn helsti aðdáandi túrmerik latte er Gwyneth Paltrow en hún mælir með að blanda því með möndlumjólk, engifer, kókosmjöli og kókosolíu. Hægt er að finna uppskriftir á vefsíðu hennar Goop.
Túrmerik hefur góð áhrif á heilsuna
Túrmerik hefur bólgueyðandi áhrif og hefur verið notað í yfir 4000 ár í Asíu sem lyf. Einnig talið hafa góð áhrif á heila- og taugakerfið. Túrmerik gefur fallegan gulan lit og er því einstaklega myndvænt eins og margar myndir á instagram gefa til kynna.