KVENNABLAÐIÐ

ALICIA KEYS og #nomakeup hreyfingin

Alicia Keys er 15-faldur Grammyverðlaunahafi fyrir söng og lagasmíðar birti nýverið bréf á vefsíðu Lenu Dunham þar sem hún útskýrir að hún velji nú farðalausa tilveru eftir að hafa um árabil verið að reyna að þóknast útlitskröfum annara.

„ Ég varð meira og meira eins og kameljón, aldrei fyllilega ég sjálf heldur sífellt að breyta mér til að hljóta samþykki ‘þeirra?“

Nýja platan og myndatakan

„Áður en ég gerði síðustu plötuna mína þá skrifaði ég niður allskonar hluti sem ég hef fengið nóg af. Eitt af því er þessi heilaþvottur sem dynur á konum um a vera mjóar, sexy, girnilegar og fullkomnar. Þessi stöðuga dómharka gagnvart konum. Steríótýpuherferð allra miðla og hvar sem er sem segir að fólk í eðlilegri líkamsþyngd sé ekki eðlilegt og guð hjálpi þeim sem eru í yfirstærðum. Og þessi stöðugu skilaboð um að það að vera kynæsandi þýði að þú verðir að vera nakin.“


Alicia Keys ákvað að hætta alveg að nota make-up eftir að ljósmyndarinn Paola Kudacki  fór fram á að fá að taka myndir af henni þegar hún var nýkomin úr ræktinni, bara á æfingagallanum, ómáluð og ótilhöfð. Paola sagði:

„Tónlistin þín er sönn og hrá – myndirnar ættu að sýna þá tilfinningu líka.“

Auglýsing


Hún er falleg ómáluð og máluð.

Ég er hætt að fela mig með farða

“Þetta er ekki mitt andlit, ekki sálin í mér, ekki mínar hugmynd, ekki mínir draumar, ekki minn vandi, þetta lýsir ekki mínum þroska. Ekkert. þetta er ekki ég.“

Og hún hefur staðið við það að koma ómáluð fram bæði í viðtölum og á tónleikum.

Auglýsing

Myllumerkið  #nomakeup á Instagram hefur náð gífurlegri útbreiðslu meðal kvenna og karla sem sýna andlit sín óförðuð með stolti. Og aðdáendur Aliciu eru líka að keppast við að senda inn myndir af sér þar sem náttúruleg fegurð fær að njóta sín.

„Mér hefur aldrei fundist ég fallegri en einmitt núna“, segir Alicia.
alicia_no_makeup

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!