Króatíski listamaðurinn Dino Tomic vinnur oftast nær með hefðbundin efni, s.s. blýant og blað. Hann hinsvegar fann upp aðferð þegar hann meiddist á úlnlið og felst hún í því að nota venjulegt eldhússalt og búa til myndir á svörtum grunni. Eru myndirnar ótrúlega nákvæmar og flottar….og einnig dýrmætar á filmu þar sem ein vindhviða getur hreinlega feykt þeim í burtu!
Dino sem búsettur er í Noregi er kennir listfög og húðflúrar einnig fólk en þetta er í fyrsta skipti sem hann prófar þessa aðferð sem hefur vakið athygli út um allan heim. Myndirnar eru af fólki, dýrum og svo býr hann einnig til indverskar Mandölur eins og sjá má hér að neðan.
„Ég var orðinn illa þjáður í úlnliðnum vegna þess ég teiknaði svo mikið. Ég var að taka mér pásu,“ segir þessi ungi listamaður í viðtali við Buzzfeed. „Ég fór að nota salt fyrir þremur vikum til að hlífa úlnliðnum og ég nota í raun bara öxlina.“ Að sjá þessar teikningar er ótrúlegt til þess að hugsa – þær líta út fyrir að vera eitthvað sem þarfnast áralangrar reynslu. Segir Dino að saltið sé svipað í notkun og „airbrushing“ og þekki hann vel til þess.
Hér má sjá myndband af tækninni: