KVENNABLAÐIÐ

Besti náttúrulegi andlitshreinsirinn! – Uppskrift

Þessi uppskrift er frábær – og allt sem í hana þarf er sennilega til í eldhúsinu þínu! Þetta er besti „skrúbbur“ sem til er og engin óæskileg aukaefni. Einnig fjarlægir hann óhreinindi og minnkar roða og sýnileika ara og bóla.

Segðu bless við fílapensla!

 

Nú, þetta gæti hreinlega ekki verið einfaldara: Það eru bara TVÖ innihaldsefni í skrúbbnum: Kókosolía og matarsódi. Kókosolían hefur bakteríueyðandi eiginleika ásamt því sem hún nærir og lagar húðina. Matarsódinn lætur húðina halda sínu eðlilega pH gildi og ver húðina fyrir bólum.

Allt sem þú þarft er:

Teskeið af matarsóda

Tvær teskeiðar af kókosolíu

Leiðbeiningar:

Þú tekur þessi tvö efni og setur þau í skál og blandar vel, þar til mixtúran er orðin mjúk og slétt.

Settu kremið á andlitið og nuddaðu létt

Láttu sitja á húðinni í 5-6 mínútur

Notaðu ylvolgt vatn til að taka efnið af og nuddaðu aftur létt yfir húðina með hringlaga strokum.

Þú þarft ekki einu sinni að bera á þig krem eftir meðferðina – kókosolían er svo nærandi og situr eftir!

Frábær húð, ekki satt?

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!