Kennari á flótta: Handtökuskipun hefur verið gefin út á Alexandriu Vera sem er 24 ára enskukennari. Hún átti í kynferðislegu sambandi við 13 ára nemanda sinn og varð ófrísk af hans völdum.
Samband þróaðist milli kennarans og nemanda eftir að hann bað hana um símanúmerið á Instagram.
Alexandria heldur því fram að hún og nemandinn séu ástfangin. Hún á eitt barn fyrir en ákvað að eyða fóstrinu eftir að barnaverndaryfirvöld mættu óvænt í skólann til hennar. Segir Alexandria að fjölskylda drengsins hafi verið spennt fyrir barninu og gefið sína blessun.
Lögreglan leitar nú kennarans vegna stöðugs kynferðisofbeldis á barni – drengurinn einungis 13 ára og hafði hún játað að stundað kynlíf með barninu síðan í september árið 2015.
Atvikið gerðist í Houston, Texas (Stowall Middle School) og játaði Alexandria að hafa gefið nemandanum númerið sitt eftir að hann mætti ekki í tíma. Þróaðist „sambandið” út frá því.
Drengurinn spurði hvort þau gætu farið að hittast og samþykkti kennarinn það. Hún fór að taka drenginn í bíltúra, svo fóru þau að kyssast og svo að stunda kynlíf nær daglega, samkvæmt málsskjölum. Fyrsta skiptið átti sér stað þegar Alexandria skutlaði drengnum heim en foreldrar hans voru ekki heima. Eftir atvikið fóru þau aftur heim.
Þau reyndu ekki að halda sambandi sínu leyndu – ekki einu sinni í skólanum. Einn nemandi sagði drenginn hafa gripið í rass kennarans og allir hafi séð það og farið að tala um það. Einnig fór kennarinn heim til drengsins og kynnti sig fyrir fjölskyldu hans sem kærustu. Fjölskyldan hafi samþykkt sambandið og var henni oft boðið í fjölskylduboð. Leyfðu foreldrar drengins honum að gista hjá kennaranum þar sem hún skutlaði honum í skólarútuna á morgnana.
Varð Alexandria með barni í janúar. Ákvað hún þó að fara í fóstureyðingu þar sem hún varð skelkuð þegar barnaverndaryfirvöld komu óvænt í skólann í febrúar til að spyrja hana um eðli sambands hennar við nemandann.
Verður enskukennarinn ákærður fyrir að kynferðislega misnota nemandann og handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur henni. Hún hefur þó ekki látið ná í sig og er hennar leitað.