Ofurfyrirsætan Gigi Hadid á yngri systur sem heitir Bella. Hefur Bella nú landað stórum samningi við snyrtivörurisann Dior. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana þar sem stóra systir er andlit Maybelline snyrtivaranna.

Isabella Khair Hadid er fædd þann 9 október 1996 í Los Angeles, Kaliforníu. Hún er dóttir Yolanda Hadid sem var sjálf fyrirsæta á níunda áratugnum. Hún er palestínsk/hollensk og var ein af stjörnunum í þættinum The Real Housewives of Beverly Hills. Faðir Bellu og Gigi heitir Mohamed og er vellauðugur fasteignasali.

Bella hefur sýnt fyrir alla þá helstu í tískuheiminum og einnig hefur hún leikið í kvikmyndum. Hún hefur lært ljósmyndun og elskar líka að skrifa.


Frægðin tekur þó sinn toll og var Bella handtekin árið 2014 fyrir ölvunarakstur. Var henni gert að greiða sekt, vinna 25 tíma í samfélagsþjónustu og mæta á 20 AA fundi.


