Hryllilegt en satt: Lyf sem eru ávísuð eru til fólks eru ekki meinlaus. Árlega deyja um 320.000 þegnar Bandaríkjanna af völdum lyfja sem voru ávísuð þeim. Þarna erum við ekki að tala um ólögleg eiturlyf eins heróín og kókaín. Lyf sem læknar ávísa fólki. Hér höfum við tekið saman nokkrar stjörnur sem hafa dáið af þessum völdum:
Heath Ledger
Fallegur drengur sem lék í mörgum myndum. Hann átti þó við þunglyndisdjöfullinn að stríða og lést af völdum of stórs skammts af lyfseðilsskyldum lyfjum.
Amy Winehouse
Amy var ótrúlega hæfileikarík söngkona og lagahöfundur og vann meira að segja til Grammy verðlauna. Hún átti þó við eiturlyfja- og áfengisfíkn að etja og hafði í gegnum tíðina reykt krakk, drukkið mikið og tekið bæði kókaín og heróín til að gleyma sér. Hún lést á heimili sínu í London og var dánarorsökin áfengiseitrun, Hafði söngkonan reynt að halda sig frá eitrinu og hafði hún meira að segja verið edrú í meira en fimm vikur. Hún féll hinsvegar heima hjá sér þannig enginn var þar til að bjarga henni.
Anna Nicole Smith
Anna Nicole var stjarna á níunda og tíunda áratuginum. Hún sat fyrir hjá Playboy og Guess, stýrði þáttum og var uppáhald margra. Hún var þó háð verkjalyfjum og lést af þeim völdum á hótelherbergi í Flórída árið 2007.
Bruce Lee
Bruce Lee var holdgerfingur heilbrigðs lífernis. Hann var 32 ára og átti framtíðina fyrir sér. Áður en hann lést hafði hann verið að glíma við þyngdartap og hafði hann verið lagður inn á spítala þar sem hann þjáðist af höfuðverkum. Hann hafði þá tekið eina höfuðverkjapillu frá vini sínum og líkami hans hreinlega þoldi hana ekki.
Whitney Houston
Whitney var mikill kókaínfíkill og notaði eitrið allt til dauða. Í febrúar árið 2012 drukknaði hún í baðkari á Beverly Hilton hótelinu en þá var hún meðvitundarlaus af völdum kókaíns – hjarta hennar var orðið svo veikt og hafði um 40% virkni þegar hún lést vegna ofneyslu.
Peaches Geldof
Fyrirsætan Peaches Geldof, dóttir Bob Geldof, lést einungis 25 ára að aldri. Opinber dauðasök hennar var ofskammtur af heróíni.
Gítarsnillingurinn Jimi Hendrix lést 20. september árið 1970 undir mjög dularfullum kringumstæðum. Enginn er sammála um hvernig dauða hans bar að – sumir segja að hann hafi verið myrtur, aðrir telja hann hafa framið sjálfsmorð og aðrir trúa því að hann hafi tekið of stóran skammt. Krufningarskýrslan segir að hann hafi kafnað skömmu eftir miðnætti þann 20. september. Hafði hann þá tekið allt of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfum og var meðvitundarlaus, jafnvel eftir að hann kastaði upp og var það því dánarorsökin.
Janis Joplin
Janis Joplin var náin vinkona Jimi Hendrix. Hún lést 14 dögum á eftir honum af völdum of stórs skammts af heróíni/morfíni.
Jim Morrison
Að áfengi og eiturlyf geri mannsheilann virkari er sennilega bara sögusögn. Jim heitinn vildi meina það en svo hörmulega vildi til að vegna þessarar banvænu blöndu gekk hann í „27 klúbbinn“ – þ.e. stjörnur sem létust 27 ára s.s. Amy Winehouse, Jimi Hendrix og Janis Joplin. Lést hann 27 ára að aldri vegna of stórs skammts af heróíni.
Elvis Presley
Poppgoðið Elvis Presley lést þann 16 ágúst árið 1977 aðeins 42 ára að aldri. Krufningarskýrsla sýndi að minnsta kosti 10 mismunandi lyfseðilsskyld lyf í líkama Elvis…í svo miklu magni að enginn læknir hefði ávísað slíku magni, nokkurn tíma. Elvis fór til tannlæknis og hefur það sennilega gert útslagið – kódeinið sem hann fékk orsakaði ofnæmisviðbrögð sem leiddu svo til andláts hans.
Michael Jackson
Poppkóngurinn ókrýndi var fyrst og fremst skemmtikraftur eins og enginn annar. Hann þjáðist þó af ógurlegu svefnleysi og hafði lækni sem var frekar sama en hitt. Árið 2009 var MJ að vinna að tónleikaferðalagi sem átti að endurheimta forna frægð og hafði í skyni fengið sprautur hjá lækninum. Það virðist sem Michael hafi aldrei upplifað djúpsvefn og hafi hann ekki látist af lyfja völdum hefði hann sennilega gefið upp öndina vegna þess.
River Phoenix
Aðeins 23 ára skildi River við. Margir höfðu haft trú á að hann yrði næsta súperstjarna Hollywood. Því miður höfðu eiturlyfin yfirhöndina í lífi þessa hæfileikaríka leikara. Dó River af völdum kokteils heróíns og kókaíns. Vinur leikarans sem var viðstaddur þegar leikarinn lést heyrði hann segja: „Mér líður ekki vel. Ég held ég hafi tekið of stóran skammt.“