KVENNABLAÐIÐ

Var eitt stærsta barn í heimi að fæðast?

Indversk kona fæddi óvenju stórt barn á dögunum en hún fæddi stúlku sem er 6,8 kíló. Í mörkum myndi það teljast 27,2 merkur. Barnið var tekið með keisaraskurði en móðirin heitir Nandini og er tvítug. Segja læknar að barnið sé án efa það stærsta sem fæðst hefur á Indlandi.

Er stúlkan jafn stór sex mánaða börnum á meðan nýfædd börn eru milli 2,5 og 3,5 kg á þyngd. Læknar eru nú að athuga hvers vegna barnið sé svona afskaplega stórt.

„Þetta er allavega stærsta barn í Indlandi, svo mikið get ég sagt,“ segir Dr. Venkatesh í viðtali við BBC.

Stúlkan er ekki einungis mjög þung heldur einnig yfir meðallagi í hæð: „Hún er 62 sentimetrar meðan meðalbarn sem fæðist á Indlandi er um 50 sentimetrar,“ segir Dr. SR Kumar sem sér um Nandini og barnið hennar á spítalanum.

Börn í yfirþyngd eru algeng hjá mæðrum sem annaðhvort eru haldnar sykursýki eða fá meðgöngusykursýki en ekkert slíkt var að finna hjá Nandini enda athuguðu læknar það strax. „Við höfum athugað blóðsýni hjá móðurinni en ekkert fundist enn.“

baby

Fyrrum methafi á Indlandi var drengur sem fæddist í nóvember árið 2015. Hann var 6,7 kíló. Heimsmethafinn er þó drengur sem fæddist á Ítalíu í september árið 1955. Hann var 10,2 kíló.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!