Kínverjar hafa nú fundið ráð til að halda almenningssamgöngum gangandi þrátt fyrir stórkostlega umferðarhnúta. Hvernig? Jú, með því að finna upp á strætisvagni sem keyrir fyrir ofan bílana! Vandinn er einkum með ólíkindum á hraðbraut 110 í Kína (umferðin þar er jafnvel með sína eigin Wikipediu síðu, flettu henni upp.) Þetta er framtíðin í bílnum gott fólk og gæti orðið að raunveruleika innan skamms. Kallast strætóinn TEB (Transit Elevated Bus).
Er allt í raun tilbúið til framleiðslu og gæti strætóinn litið dagsins ljós innan árs.