KVENNABLAÐIÐ

Hvað á að gera ef þú ert að kafna og enginn er nálægt? Ráð sem gæti bjargað lífi þínu!

Flestir vita svona hér um bil hvað gera á ef stendur í einhverjum nærri þér. En hvað ef stendur í þér og enginn er til að bregðast við? Þetta ráð er kannski ekki óbrigðult, en þú verður að lesa þetta – það gæti gagnast þér einhverntíma.

Jeff Rehman er slökkviliðsmaður til 22 ára og fann hann upp þetta ráð sem allir verða að kunna.

Í fyrsta lagi er að bregðast ekki við með æsingi. Vertu eins róleg/ur og þú mögulega getur.

Krjúptu á jörðinni í armbeygjustellingu.

Snögglega lyftir þú höndunum upp og dettur með búkinn á jörðina. Fallið mun hjálpa til við að ná miklu lofti úr lungunum og vonandi ná aðskotahlutnum upp úr þér.

Hér má sjá myndband af þessu:

 

Ekki gleyma að deila til vina og fjölskyldu! Gæti bjargað lífi einhvers!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!