Athugið þetta: Hefur þú sett mjólk í efstu hillu ísskápsins? Hvað með kjúklingabringur eða beikon?
Kokkurinn Daniel Norton segir í viðtali við Tech Insider að efsta hilla ísskápsins sé sú versta til að geyma „viðkvæmari” mat. Ástæða þess er að hitastig ísskáps er ekki stöðugt alls staðar í ísskápnum. Hitastigið er oftast aðeins hlýrra efst í skápnum og í rauninni allt sem þú myndir ekki gleyma lengi utan ísskáps ætti að fara í neðri hillurnar.
Hrátt kjöt og mjólk ættu að vera í neðri hillum til að bakteríur fái ekki tækifæri til að grassera ef hitastig fer upp og niður.
Annað sem sérfræðingar segja að aldrei eigi að geyma í ísskáp eru kartöflur! Af hverju? Jú, kalt hitastig breytir sterkjunni í sykur. Þegar kartöflurnar eru bakaðar eða steiktar blandast sykrurnar amínósýrum og geta myndað kemískt akrýlamíð sem er talið hættulegt manninum og getur verið tengt myndun krabbameins.