KVENNABLAÐIÐ

Myndir þú borða hamborgara sem inniheldur 20 þúsund kaloríur?

Nei? Hann er samt til og fólk pantar hann. Heart Attack Grill er vinsæll staður í Las Vegas í Nevadafylki í Bandaríkjunum. Þeir hafa harla óvenjulegan matseðil og virðast vilja ýta undir offituþróun landans, en allir þeir sem eru meira en 350 pund (u.þ.þ. 159 kíló) borða frítt á staðnum. Allir þurfa að fara í búning sjúklinga áður en þeir borða og þjónustustúlkurnar eru „hjúkkur.“

Þetta hljómar ótrúlega í okkar eyrum en er sannleikurinn eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Einnig…ef þú klárar ekki matinn þinn má þjónustustúlkan flengja þig. Já, ekki er öll vitleysan eins…

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!