Á hverju ári fæða 2 milljónir stúlkna barn áður en þær verða 15 ára, samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna. Það þýðir að 5.500 afar ungar stúlkur verða mæður á hverjum einasta degi. Líkamlega eru þær ekki tilbúnar, eins og gefur að skilja. Að fæða barn svo snemma á lífsleiðinni hefur töluverða áhættu í för með sér, s.s. „pípusár” (e. fistula) sem er í raun gat milli móðurlífs og ristils og orsakast af álagi á meðgöngu. Margar stúlkur deyja af barnsförum. Skýrslur Sameinuðu þjóðanna sýna að ungar táningsstúlkur í þriðja heims og af lágstéttum eru tvisvar sinnum jafn líklegar að fá pípusár og deyja en eldri stúlkur og konur.
Ef litið er framhjá heilsutengdum vandamálum þess að eignast barn of ungar má nefna að menntunarleg skilyrði þeirra dvína. Þær hætta í skóla og þjást vegna þess…í hljóði. Í raun eru milljónir mæðra sem eru „ósýnilegar.” Þær koma hvergi fram í tölfræði þjóða sem telur konur í barneign frá 15-49 ára.
Að undanförnu hafa leiðtogar heimsins, ráðgjafar og félagasamtök safnast saman á ráðstefnu sem kallast Women Deliver til að ræða málefni stúlkna, þ.á.m. málefni ungra mæðra.
Sænska blaðakonan Sofia Klemming Nordenskjöld og ljósmyndarinn Pieter ten Hoopen fóru um víða veröld og fönguðu á filmu ungar mæður ásamt sögum þeirra. Myndirnar hreyfa við fólki….þær gefa upplýsingar sem annars væru ekki til staðar, von og sýna auðvitað líka hversu erfiðu lífi svo ungar mæður lifa. Þær eru til sýnis samkvæmt Plan International og átaki Sameinuðu þjóðanna #ChildMothers.
Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Pieter ten Hoopen.
(Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri)