KVENNABLAÐIÐ

Að verða móðir of ung: Sláandi myndaþáttur

Á hverju ári fæða 2 milljónir stúlkna barn áður en þær verða 15 ára, samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna. Það þýðir að 5.500 afar ungar stúlkur verða mæður á hverjum einasta degi. Líkamlega eru þær ekki tilbúnar, eins og gefur að skilja. Að fæða barn svo snemma á lífsleiðinni hefur töluverða áhættu í för með sér, s.s. „pípusár” (e. fistula) sem er í raun gat milli móðurlífs og ristils og orsakast af álagi á meðgöngu. Margar stúlkur deyja af barnsförum. Skýrslur Sameinuðu þjóðanna sýna að ungar táningsstúlkur í þriðja heims og af lágstéttum eru tvisvar sinnum jafn líklegar að fá pípusár og deyja en eldri stúlkur og konur.

Ef litið er framhjá heilsutengdum vandamálum þess að eignast barn of ungar má nefna að menntunarleg skilyrði þeirra dvína. Þær hætta í skóla og þjást vegna þess…í hljóði. Í raun eru milljónir mæðra sem eru „ósýnilegar.” Þær koma hvergi fram í tölfræði þjóða sem telur konur í barneign frá 15-49 ára.

Að undanförnu hafa leiðtogar heimsins, ráðgjafar og félagasamtök safnast saman á ráðstefnu sem kallast Women Deliver til að ræða málefni stúlkna, þ.á.m. málefni ungra mæðra.

Sænska blaðakonan Sofia Klemming Nordenskjöld og ljósmyndarinn Pieter ten Hoopen fóru um víða veröld og fönguðu á filmu ungar mæður ásamt sögum þeirra. Myndirnar hreyfa við fólki….þær gefa upplýsingar sem annars væru ekki til staðar, von og sýna auðvitað líka hversu erfiðu lífi svo ungar mæður lifa. Þær eru til sýnis samkvæmt Plan International og átaki Sameinuðu þjóðanna #ChildMothers.

 

Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Pieter ten Hoopen.

(Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri)

 

Bangla Anita
Mulenga deilir heimili með foreldrum sínum, annarri konu föður síns, 10 systkinum og nú – kornungri dóttur sinni.

 

Bangla Keya reportage 1
Anita, eiginmaður hennar og barn.

 

Bangla Keya
Anita (frá Bangladesh) var neydd til að gifta sig þegar hún var 13 ára. Hún varð ófrísk 14 ára. Fæðingin var hræðileg, þegar hún loks náði á spítalann var sonur hennar dáinn og hún beið mikinn skaða af. Anita fékk pípusár og fær þvaglát ósjálfrátt. „Mér líður ömurlega. Barnið mitt dó í fæðingu og ég þjáist enn af miklum sársauka. Ég var á spítalanum í 12 daga vegna fæðingarinnar. Eftir að ég kom heim hafði ég engin stjórn á þvaglátunum. Ef ég ligg á bakinu í rúminu lek ég ekki. En um leið og ég stend upp pissa ég. Ég bleyti allt, fötin mín og hvað sem er. Ég hef áhyggjur af því að ég muni aldrei lagast,“ segir Anita.

 

Bangla Nargis reportage cover

 

Bangla Rabeya reportage 1

 

Burkina Aïssa reportage
Aïssa, 15 ára býr með 13 ára dóttur sinni Fati, móður og tveimur systrum í úthverfi Burkina Faso. Henni var nauðgað af kennaranum sínum þegar hún var 14 ára og eignaðist barn í kjölfarið. Kennaranum var vísað úr skólanum í heilt ár. Kynbundið ofbeldi er alvarlegur vandi í skólum víða um heim. Margar stúlkur verða ófrískar eftir kennara í skólum.

 

Burkina Aïssa
„Ég var 14 ára þegar ég varð ólétt. Eftir grunnskólaprófin hringdi ég í kennarann minn til að fá að vita útkomuna. Þannig fékk hann númerið mitt. Hann hætti ekki að hringja í mig og var alltaf að biðja um að fá að hitta mig. Ég sagðist ekki geta það. Einn daginn hótaði hann mér og sagði að ef ég myndi ekki koma myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir mig. Ég varð hrædd og fór þangað til að fá útkomuna úr prófinu. Það var þá sem hann nauðgaði mér,“ segir Aïssa.

 

Burkina Kiswendsida reportage

 

Burkina Kiswendsida

 

Colombia Ana reportage 1
Ana er 15 ára og býr með dóttur sinni Karen sem er 4 mánaða, foreldrum og tveimur systrum í hættulegu hverfi í Kólumbíu. Hún var í áttunda bekk þegar hún varð ólétt og fór hann frá henni skömmu síðar. Fékk hún fæðingarkrampa á síðasta þriðjungi meðgöngu og þurfti á læknishjálp að halda.

 

Haiti Elienne
Síðastliðin fimm ár hefur Eliaenne frá Haítí búið með föður sínum og tveimur systkinum í hjálparbúðum fyrir jarðskjálfta sem átti sér stað árið 2010. Elianne varð ófrísk af barni sínu og kærastans og þurfti að hætta í skóla. Þegar hún var komin 7 mánuði á leið dó sonur þeirra. „Ég var komin sjö mánuði á leið þegar ég fékk verk í neðri hluta magans. Eftir viku ákvað ég að fara á spítalann til að sjá hvað væri að. Allir spítalarnir sem ég fór á sögðu að þetta væri alvarlegt og sögðu að annaðhvort myndi ég eða barnið deyja í fæðingunni.“

 

Colombia Janet reportage 2

 

Colombia Ana reportage 2
Eftir að hafa fætt Karen fékk Ana að halda áfram í skólanum: „Ég er komin aftur í skólann og frænkur mínar hjálpa til með Karen þar sem foreldrar mínir vinna úti. Það er mjög erfitt að vera í námi og vera míðir. Ég þarf að læra heima, þvo fötin af Kareni og baða hana. Þetta er frekar flókið en ég þarf að klára skólann. Ég vil ljúka einhverri gráðu því ég hjálpa dóttur minni þannig.“

 

Colombia Janet reportage 1

 

Jordan Amira
Jórdanía: Amira, eiginmaður hennar og tvö börn flúðu Sýrland og búa nú í flóttamannabúðum í Jórdaníu.

 

Haiti Angelica

 

Haiti Lumilene reportage 2

 

Haiti Lumilene reportage 3

 

Haiti Lumilene reportage

 

Haiti Lumilene

 

Haiti Port au Prince view

 

Jordan Amira reportage 1
Amira fæddi bæði börn sín á fimmtánda aldursári.

 

Jordan Muna

 

Jordan Amira reportage 2

 

Zambia Mulenga reportage 1
Mulenga með dóttur sinni (Zambía, Afríka). Áður en móðir hennar áttaði sig á þungun hennar var Mulenga staðráðin í að verða læknir.

 

Jordan Amira reportage 3
Amal, sonur Amiru, er hér 12 daga gamall

 

Zambia Mulenga reportage 2
Mulenga er 14 ára gömul og býr með dóttur sinni, foreldrum, annarri konu föður síns og 10 systkinum í afskekktu héraði í Zambíu, Afríku. „Það er erfitt að vera móðir. Ég hef ekki tíma til að leika mér lengur. Dóttir mín grætur minkið og ég þarf að vera heima og hugsa um hana og þvo bleyjur. Áður en ég varð ólétt gat ég leikið mér eins og ég vildi og farið þangað sem mér sýndist. Mér finnst gaman í fótbolta.“

 

Zambia Taonga reportage 1

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!