Oft á fólk til að rugla saman sterkri konu við konu sem „hatar karlmenn og vildi frekar eyða ævinni með köttunum sínum” eða eitthvað álíka. Það er vissulega satt að sterkar og sjálfstæðar konur finna hamingjuna með sjálfum sér frekar en í sambandi en það þýðir samt ekki að þær hafi lokað á möguleikann á að fara einhverntíma í samband.
Þegar við tölum um sterkar konur meinum við andlega sterkar. Konur sem láta ekki segja sér fyrir verkum og sætta sig ekki við eitthvað bull. Þær eiga kannski í samböndum en enda þau til að komast aftur „í kynni við sig sjálfar,” ef svo má að orði komast.
Það mætti að líkum leiða að þessar konur vilji finna ástina en hafi engan áhuga á að gefa eftir gildi sem þær hafa mest í hávegum hjá sér sjálfum. Oft kynnumst við hugsanlegum maka sem deilir lífsskoðunum og/eða ákveðnum gildum en við gerum þau mistök að halda að það sé „raunveruleikinn,” að manneskjan sé svona í það heila. Við setjum öll upp einhverja grímu og förum í sparifötin þegar við erum að kynnast einhverjum. Þú gerir það sjálf, ekki satt! Svo kannski þegar þú ert búin að hitta einhvern/einhverja sem sagði í byrjun að hann/hún elskaði að vera í kringum fólk og þið farið í samkvæmi þá situr deitið þitt í fýlu úti í horni og neitar að tala við nokkurn mann.
Auðvitað er enginn fullkominn, en viljirðu hitta sterka konu og þykist vera jafnfætis henni – af hverju ertu að þykjast? Það er erfitt að verða ástfangin. En það er virkilega hræðileg tilhugsun fyrir sterka konu að „fjárfesta” tíma sínum í einhvern sem ekki getur staðið undir sambandi við hana.
Sterkar konur hafa ekki áhuga á rómantísku sambandi við einhvern sem getur ekki höndlað styrkinn.
Hinn raunverulegi ótti sterkrar konu er ekki að enda ein…heldur enda með rangri manneskju.
Þýtt/endursagt frá YourTango