KVENNABLAÐIÐ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nektarmyndum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendir út eftirfarandi tilkynningu til fólks þar sem hún vekur athygli á að adda ekki fólki sem biður um nektarmyndir:

kúg1

Fjárkúgun – Hótun um birtingu nektarmynda eða nektarmyndbanda.

Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar um fjárkúganir sem virka þannig að einstaklingar hafa sýnt nektarmyndir af sér eða fækkað fötum fyrir framan vefmyndavélar. Umfang þessara mála er orðið þó nokkuð og réttast að vara sem flesta við. Karlmenn eru í meirihluta brotaþola en brotaþoli getur verið hver sem er og af öllum aldri.

Málsatvik: Ung kona, oft með ítalskt eða spænskt nafn sendir inn vinabeiðni og spjallar við viðkomandi. Konan virkar mjög skilningsrík, lífsglöð og og djörf. Samtalið þróast út á að hún vill tala við viðkomandi á vefmyndavél og það þróast út í kynferðislega djarft samtal sem síðan verður til þess að konan sýnir á sér brjóst og jafnvel meira og vill fá að sjá eitthvað í staðinn. Þetta ruglar fórnarlambið, lætur það halda að hér sé traust og hvar er skaðinn ef að hún sýndi eitthvað fyrst? Jú. Allt sem fórnarlambið gerir er afritað. Síðan eftir einhvern tíma, stundum strax eða eftir klukkustundir eða daga kemur fjárkúgun. Viðkomandi fær myndbandið af sjálfum sér sent tilbaka með hótun um að því verði dreift ef sá hinn sami greiðir ekki upphæð – í kring um 400.000 er algengt en það þekkist að þær séu líka mikið hærri eða lægri. Brotaaðli hefur afritað vinalista fórnarlambsins og veit jafnvel um vinnustað og annað sem kann að hafa komið fram áður í samskiptum þeirra.

Aðferðin er að sumu leiti klár. Með því að unga konan er ekki enskumælandi þá virðist eðlilegt að hún skrifi einkennilega á ensku. Svo virðist sem vændiskonur séu að vinna fyrir glæpamennina með því að spjalla, sýna einkastaði sína og vera djarfar. Þá virðist vera traust því ef hún sýnir hver er þín hætta? En í raun veit brotaþoli ekkert um hana, allt um hana er logið. Sum þessara brota hafa verið rakin til landa í Vestur-Afríku en þau eru í fjölþjóðlegu umhverfi og um leið og glæpamennirnir eru í öðru landi þá verður rannsókn málsins mjög flókin. Lögregla á Íslandi hefur mjög takmörkuð úrræði til að eltast við brotið og það sama er að segja um alþjóðlegar löggæslustofnanir.

Brotaþoli er nú í mjög erfiðri stöðu og undir tilfinningalegu álagi. Enginn hefur áhuga á því að myndabandi þar sem hann er að fróa sér einn fyrir framan vefmyndavél sé dreift til nákominna eða á vinnustað hans.

Mjög mikilvægt er að borga ALDREI. Fólk sem er búið að fara svona með brotaþola er ekki að fara eyða myndbandinu og ef þú borgar þá er miklu auðveldara að pína einhvern aftur en í fyrsta sinn. Með því að borga ertu að senda skilaboð um að þú borgir meira. Við erum líka með vísbendingar um að þar sem menn hafa ekki borgað hafi ekkert frekar gerst þó að það sé auðvita ekki öruggt. En brotaþolar eru fastir í endalausan vítahring ef þeir borga. Betra er að loka alveg á viðkomandi og hunsa öll frekari samskipti. Auðvita geta glæpamennirnir sent skilaboð í gegn um aðra reikninga en best er að hunsa þau og loka á þau. Ekki svara.

Forvörn er samt ennþá betri. Ekki svara ókunnugum eða samþykkja vinabeiðnir frá þeim. Það er sjaldnast góður ásetningur að baki. Þegar einhver sem þú þekkir ekkert fer að gera kröfur um að þú berir þig þá er það augljóst hættumerki. Mundu að allt sem þú gerir á netinu getur farið hvert sem er og ekki treysta ókunnugum með svo viðkvæmar upplýsingar.

Ef þú lendir í svona svindli þá máttu hafa samband við okkur hér hjá lögreglunni og við munum leiðbeina þér eftir bestu getu. Það má vera hér á fésbókinni, í tölvupósti á abendingar@lrh.is eða í síma á vinnutíma í 444-1000. Ólíkt glæpamönnunum þá gætum við fyllsta trúnaðar.

kúg2

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!