KVENNABLAÐIÐ

Furðulegasti matur í heimi: 10 réttir sem sumir gætu aldrei borðað

Mörg okkar dreymir um að ferðast á fjarlægar slóðir og upplifa allt sem heimurinn hefur upp á að bjóða, s.s. matinn. Sumum gæti þó þótt nóg um að horfa hreinlega á þessa rétti sem við kynnum hér fyrir ykkur! Sjáðu hvað fólk borðar…í alvöru!

(Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri)

 

mat shirako jap þorskur
Shirako er japanska og þýðir bókstaflega „hvít börn.“ Ástæða þess er sú að þetta eru þorskaeistu og er best að borða þennan disk með hvítum hrísgrjónum
mat hjarta cobra
Hjarta kóbraslöngu. Slangan er tekin og skorin og er passað upp á að hjartað sé heilt. Svo er það tekið út með prjónum og gleypt í heilu lagi. Er trúað í Víetnam að þú fáir kraftinn úr slöngunni með því…
mat stink bugs mexíkó
Mexíkóskar „stink bugs.“ Þessi skordýr eru um 1 cm á lengd og má finna þau undir steinum í regnskógum Mexíkó. Þau eru veidd til matar og bragðast eins og hóstasaft. Þau eru góð uppspretta B2 og B3 vítamínsins og eru framreidd með nachos flögum. Skordýrin eru seld lifandi á mörkuðum en drepin fyrir neyslu.
mat baby octopus
Sannakji er ungur kolkrabbi. Framreiddur með sesamfræjum og sesamolíu. Í Kóreu þykir hann herramannsmatur þar sem hann iðar um á disknum og gefur þá tilfinningu að maður sé að borða lifandi veru!
mat blodbudingur
Blóðbúðingur er til sölu víða um veröld. Þá var verið að nýta allt af skepnunum og blóðið líka
mat khash
Khash er hefðbundin súpa í Armeníu, Íran, Írak, Tyrklandi og Georgíu. Í henni eru hófar kúa, ökklar og heilar sem sett er saman í stóran pott og soðið í a.m.k. 32 tíma. Þegar hún er tilbúin er hún söltuð og settir hvítlauksgeirar í hana og hennar er notið einna helst á vetrarmánuðum
mat bush meat
Bush kjöt er framreitt í ýmsum löndum Afríku. Kjötið er af dýrum eins og öpum, simpönsum, górillum, leðurblökum og fleiru. Þetta er afar sorglegt þar sem verið er að ganga á stofna sjaldgæfra dýra og oft fylgja pestir átu á slíku kjöti þar sem fyllsta hreinlætis er ekki alltaf gætt
mat froskur frs
Froska sashimi. Eingöngu þeir hugrökkustu geta borðað þennan rétt. Ekki bara vegna þess að froskurinn er hrár, heldur einnig vegna framreiðslu réttarins sem mörgum finnst ógeðfelld: Kokkurinn heldur á aumingja dýrinu lifandi fyrir framan viðskiptavininn, fær samþykki og sneiðir hann svo niður fyrir framan þig. Kjötið fellur niður á ís, sítróna kreist yfir og sojasósa sett á. Fjöldi fólks hefur skrifað undir áskorun þess efnis að hætt verði að framreiða þennan rétt.
„Stink heads“ heitir þessi réttur og er upprunninn í Alaska. Þetta eru hausar af kóngalaxi sem settir eru í plast og látnir velkjast um í vindi og sól til gerjunar. Svo þegar tíminn er kominn (og lyktin orðin óbærileg) eru hausarnir tilbúnir til átu
mat sviðakjammar
Að sjálfsögðu eru svo hin íslensku svið á listanum…og skal engan undra!

Heimild: SFTrips.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!