Verslunin sem selur eingöngu íslenska hönnun: „Við erum afar stolt af nýju búðinni okkar sem er troðfull af nýjum vörum,” segir Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.
Kraum hafði árum sama verið í Aðalstræti 10, elsta húsi Reykjavíkur. Nú er hún staðsett í Bankastræti 7, neðri hæð verslunarinnar Cintamani. Í þessu húsnæði var um árabil fataverslun Sævars Karls á árum áður.
Leggur Kraum áherslu á að halda sínu orðspori sem ein glæsilegasta hönnunarverslun landsins og hafa þau og hafa enn eingöngu íslenska hönnunarvöru til sölu.
„Við byrjuðum með því að selja vörur frá 60 íslenskum hönnuðum en í dag eru þeir orðnir fleiri en 200!” segir Anna María. „Þannig höldum við okkar sérstöðu ólíkt mörgum öðrum svipuðum verslunum sem allar hafa snúið sér að innflutningi.”
Augljóslega má sjá að uppsetning búðarinnar er eigendunum kær, enda eru standar og hengi sérhönnuð og búin til fyrir búðina. Öll uppsetning er dásamlega falleg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og er engin furða að Kraum var valin „Tourist shop of the year“ árið 2008 og í fimm skipti hefur verslunin verið valin besti staðurinn til að kaupa íslenska hönnun af Reykjavík Grapevine tímaritinu.
Við hvetjum alla til að kíkja á nýju búðina sem bæði gleður augað og hægt er að kaupa alíslenska hönnun á frábæru verði!
(Þú getur smellt á myndirnar til að sjá þær stærri)
Þórey Heiðarsdóttir
Vildís Guðmundsdóttir
Anna María Jónsdóttir