Áður en söngkonan Amy Winehouse lést aðeins 27 ára gömul árið 2011 höfðu árin á undan einkennst af stöðugum fréttaflutningi gulu pressunnar af henni: Ástarmálin, neyslan og annað áttu til að skyggja á tónlist hennar og afrek hennar á því sviði. Amy gaf út plötuna FRANK árið 2003 og var ljósmyndari þeirrar plötu Charles Moriarty.
Dazed Digital tók viðtal við Charles varðandi hópfjármögnun bókar um Amy sem hann samdi og segir hann Amy hafa verið frábæra, óflækta og sjálfsörugga þrátt fyrir að glitti í litla stelpu þar á bakvið. Segist hann hafa vonandi náð að fanga bæði poppdívuna og litlu stelpuna. Segir hann að myndirnar sýni hina raunverulegu Amy Winehouse.
Við erum allavega hrifnar af þessum myndum, en þú?