Ef þú finnur oft fyrir kvíða getur verið að ómeðvitað sértu að auka kvíðann frekar en minnka hann. Kvíðasérfræðingurinn John D. Moore phD gefur góð ráð í samvinnu við vefsíðu Psych Central og segir hann að til að minnka kvíða þurfi maður að endurhugsa samband sitt við kvíðann til að ráða betur við hann. „Ekki dæma sjálfa/n þig fyrir að gera þessa hluti, reyndu frekar að snúa þeim við,” segir Dr. Moore.
Afneitun
Neitar þú að fyrir að þjást af kvíða? Það getur komið í bakið á þér og magnað upp tilfinningarnar. Þetta er sérstaklega slæmt sértu haldin áráttu/þráhyggjuröskun (e. OCD) eða ert haldin/n fælni.
Forðun
Að „fela sig” fyrir því sem þú óttast virðist vera skynsamleg leið til að forðast kvíðann, en líklegra er þó hann magnist frekar en hitt. Dr. Moore notar myndlíkingu um að keyra á hraðbraut. Ef þú forðast að keyra á hraðbrautum og ferð frekar fáfarnari götur ferðu smám saman að forðast þær líka.
Að fiska eftir staðfestingu frá öðrum
Ef þú leitar eftir endurgjöf frá öðrum mun það bara auka á óöryggi þitt eða eitraðar hugsanir. Ef þú til dæmis ert óánægð/ur með líkama þinn og spyrð: „Ég er ekki feit/ur, er það nokkuð?” þá mun það aldrei láta þér líða betur því í spurninginni felst um leið sú sjálfsásökun að þú sért í rauninni feit/ur.
Að trúa á kraftaverk
Aldrei halda að kvíðinn hverfi á undraverðan hátt „af sjálfu sér” – að til sé einhver töfraleið sem lagi kvíðann. Þú getur hinsvegar hlakkað til að læra aðferðir til að höndla kvíðann og minnkað einkennin.
Náttúrulyf
Þú getur notað jónsmessurunna eða kamillute til að slá á einkennin en líkt og með róandi lyf munu þau ekki ráðast á rót vandans. „Hækjur” á borð við þessar geta á endanum aukið kvíðann.
Að „skamma sig” fyrir kvíðahugsanir
Sumir eru með teygjur um úlnliðinn eða annað til að stöðva kvíðahugsanir. Þú getur gleymt þér í smástund en hugsanirnar munu koma aftur, jafnvel kvíðafyllri en áður. Dr. Moore segir: „Því meira sem þú reynir að stjórna kvíðanum, því kraftmeiri verður hann.”
Sálfræðimeðferð sem einblínir á fortíðina
Nýlegar rannsóknir sýna að þrátt fyrir að meðferð hjá sálfræðingi eða geðlækni getur auðvitað verið gott fyrir suma en það kann að vera ekki heppilegasta aðferðin til að eiga við kvíða. Betri nálgun væri kannski að einblína á núið, hvað er að gerast þessa dagana frekar en að kafa of mikið í fortíðina.
Áfengi og lyf
Það kann að vera að áfengi slái á kvíðann en með tímanum getur hann aukist stórlega frekar en hitt. Einnig er fólk í mikilli hættu að þróa með sér fíkn í bæði áfengi og/eða lyf í framhaldi sem eykur á andlega vanlíðan.
Lært hjálparleysi
Að innprenta hjá sér sjálfum að maður hafi ekkert vald yfir hugsunum sínum og að maður sé hjálparlaus gagnvart kvíðanum setur þig í vítahring. Kvíðinn mun einungis versna, ekki batna. Skv. Dr. Moore hefur farsælum kvíðasjúklingum gengið best að forðast þá gildru. Þeir hafi hinsvegar tekið erfið skref að vinna í gegnum erfiða tilfinningareynslu með fókus á því að ná bata.”