KVENNABLAÐIÐ

Notaðu þetta ráð til að fá hvítari og ferskari þvott!

Að finna hið eina rétta þvottaefni getur verið erfitt. Það er samt EITT efni sem mun alltaf geta bjargað þér og það er….edik! Já, venjulegt borðedik. Ekkert flóknara. Áður en þú setur vélina af stað er gott að hella hálfum bolla yfir fötin því það eykur áhrif venjulegs þvottaefnis – fötin missa síður litinn og engin sápuskán verður á fötunum eftir þvott eins og stundum vill verða.

Síðan hellir þú smá ediki í mýkingarefnishólfið í stað mýkingarefnis. Edikið hefur sömu áhrif en mýkir þó enn meira og hefur betri áhrif á umhverfið. Sýran í edikinu fjarlægir einnig svitabletti og -lyktina einnig.

Þetta hljómar kannski furðulega en er alveg dagsatt. Edik hefur mikla lykteyðandi eiginleika. Ef fötin eru blettótt af einhverjum ástæðum má setja þau í fötu með heitu vatni ásamt hálfum bolla af ediki. Leyfðu þeim að standa yfir nótt. Einnig má spreyja þau með ediki og reyna að ná þeim þannig ef þeir hverfa ekki.

white

Svo við tölum aðeins meira um undraverð áhrif ediks…þá er það líka undraefni til að ná úr dýrahárum úr fatnaði og efnum sem eiga til að mynda rafmagn. Ef þú þarft að losa þig við slíkt er gott að setja þau í bleyti með 6 matskeiðum af ediki. Láttu standa í 30 mínútur og þvoðu svo í handþvotti eða þvottavél.

Undraefni, ekki satt?!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!