KVENNABLAÐIÐ

„Ótrúlega sjaldgæfur” fjólublár demantur fannst

Í afskekktri námu í Ástralíu hefur nú fundist stærsti fjólublái demantur sem sögur fara af. Demantafyrirtækið Rio Tinto segir hann munu verða til sýnis á árlegri sýningu þeirra: Sýningu bleiku demantanna.

Í Argyle námunni hafa fundist meira en 90% rauðra og bleikra demanta sem til eru í heiminum. Var sá fjólublái upphaflega 9,17 karöt að stærð og var hann þá auðvitað óslípaður. Margar vikur tók að slípa hann niður og er hann nú 2,83 karöt og sporöskjulagaður.

Sölustjóri Rio Tinto, Patrick Coppens, segir að demanturinn komi til með að vera afar eftirsóttur vegna litarins, stærðarinnar og auðvitað vegna þess hve hann er fallegur. „Hann er ótrúlega sjaldgæfur,” segir Coppens en neitar að gefa upp hversu mikils hann telur demantinn vera virði.”

Ekki er vitað fyrir víst hvernig demantar litast á þennan hátt en þykir það líkleagst að vera vegna brenglunar á sameindasamsetningu demantsins sem myndast í jarðskorpunni.

Demantar sem til sölu eru á sýningunni eru flestir sjaldgæfir. Þumalfingursreglan er sú að bleikir og rauðir demantar eru 50 sinnum verðmætari en hvítir. Getur karatið á bleikum og rauðum kostað allt að 1-2 milljónum dala.

Heimild: Discovery.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!