KVENNABLAÐIÐ

“Dear Mama“ látin : Móðir Tupac Shakur

Afeni Shakur Davis mamma tónlistarmannsins Tupac Shakur lést í gær mánudagskvöld en ekki er vitað um dánarorsök.

Sonur hennar er einhver áhrifamesti rappari sögunnar en Tupac féll fyrir byssuskoti í Las Vegas árið 1996. Hann seldi yfir 75 milljónir plötur um allan heim. Eitt vinsælasta lag Tupacs “Dear Mama“ kom út árið 1995 var tileinkað móður hans.

Afeni sat barnung í fangelsi á meðan hún gekk með Tupac eða 2pac eins og nafnið var stundum skrifað en losnaði úr fangelsi mánuði áður en hann fæddist. Lagið “Dear Mama“ er yndislegt… hlustið!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!