Á hópmynd sem var tekin í afmæli Karls Gústafs Svíakonungs voru þau Ólafur og Dorrit í fremstu röð. Takið eftir afmælisorðunni sem gestir afmælisbarnsins báru allir. Dorrit festi ekki sína orðu við barminn eins og aðrir heldur í mittisstað enda vön að fara sínar eigin leiðir í einu og öllu. Afmælið var um síðustu helgi.
