Guðni Th. Jóhannesson hefur verið orðaður við forsetaembættið en mun tilkynna um ákvörðun sína á fimmtudag. Hann nýtur samkvæmt skoðanakönnunum töluverðra vinsælda og ekki er ólíklegt að þessi saga verði til að auka á vinsældir hans.

Guðni Th. Jóhannesson kom við í Blóðbankanum í dag og gaf blóð. Guðni er í mjög sjaldgæfum blóðflokki eða ABmínus. ABmínus blóðvökvi er að sögn þeirra í Blóðbankanum eini blóðvökvinn sem þarf alltaf að vera til fyrir ungbörn. Guðni er því hugsanlega lífsbjörg ungbarna í landinu sem þurfa á blóðgjöf að halda.
Það var Blóðbankinn sem deildi fréttinni á Facebook og við hvetjum alla til að heimsækja Blóðbankann og gefa blóð.