Hollenskur stórhugi ætlar að sigla eftirlíkingu af örkinni hans Nóa frá Hollandi til Braselíu í sumar. Örkin er 3000 tonn tekur 5000 farþega og nú er spurningin hvor örkin hefur það yfir Atlandshafið.
Örkin var byggð árið 2012 í Hollandi eftir lýsingum úr Biblíunni og hefur haft mikið aðdráttarafl fyrir trúaða þar í landi. Nú heldur örkin til Braselíu í sumar þar sem henni verður lagt við höfn í nokkrum hafnarborgum.
Stórhuginn hollenski og samstarfsfólk hans hyggjast boða fagnaðarerindið gestum og gangandi er sækja örkina heim. CNN greinir frá.
Á heimsíðu stofnunar um örkina hans Nóa má finna þetta myndband fyrir áhugasama:
Ark Of Noah Dimensions from Ark of Noah Foundation on Vimeo.