KVENNABLAÐIÐ

Missti 60 kíló á þremur árum: „Gat ekki einu sinni farið með barnið út að leika“

Hugrún Heiða kallar sig „Hugrún Stórafrek Hreggviðsdóttir” á Facebook og við komumst að því að það er ekki af ástæðulausu! Hugrún er 27 ára þriggja barna móðir – á einn 7 ára strák, annan sem er 18 mánaða og 5 vikna prinsessu.

Hugrún lærði naglafræði en hefur ekkert starfað við það „af viti” eins og hún segir sjálf. Hún stefnir þó á frekara nám í framtíðinni.

hug 6

Hugrún lýsir sér sem “ósköp venjulegri stelpu sem villtist af leið í lífinu en er komin á rétta braut í dag, með 2ja og hálfs árs eldrúmennsku.“ „Hélt það myndi aldrei takast!” segir hún, „en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.”

Ofát

Hún segist eiga stóra sögu um ofát og hafi verið orðið of mikið. „Þegar ég var 12 ára fór ég á sveitabæ þar sem mikið var lagt upp úr hollum, góðum og hreinum mat. Þar var líka mikil hreyfing. Ég komst aftur í kjörþyngd á þessum bæ og var þar í þrjú ár. En eftir það villtist ég af leið í lífinu og fór í mikla óreglu. Allt fór í rugl og því fylgdi mikið þunglyndi og kvíði og þar af leiddi fór ég að borða mikið og mest skyndibita. Ég fitnaði ansi mikið og var komin upp í 146 kíló. Þarna ákvað ég að fara að gera eitthvað í mínum málum,” segir Hugrún.

 

hug1

Verkir og vanlíðan

Hugrún eignaðist son á þessum tíma sem er orðinn sjö ára í dag. „Það var allt bara komið í rugl. Ég var bara 24 ára og sá enga framtíð. Ég gat ekki einu sinni farið með barnið út að leika, ég bara meikaði það ekki þannig ég var bara heima í volæði.”

Þetta er frábær árangur! 20 kíló á ári! Hvað gerðir þú aðallega? Fékkstu góðan stuðning?

Hugrún viðurkennir það- þetta er ótrúlegur árangur miðað við að hafa eignast tvö börn á einu og hálfu ári: „ Ég hefði ekki trúað að þetta væri hægt – en þetta sýnir að ef viljinn er fyrir hendi er allt hægt!”

hug5
Áður

Hugrún fór í 12. spora kerfi fyrir matarfíkla og segist hafa verið í „on/off” í þrjú ár. „Ég hef samt alltaf byrjað aftur því svona vil ég vera. Fólkið í kringum mig hafði ekki mikla trú á henni en sýndi mér samt stuðnin. Fjölskyldan er mér allt og hjálpar mér við allt sem ég tek mér fyrir hendur, þau koma mér alltaf aftur á rétta braut. Stuðningur fjölskyldu og vina er MUST þegar að þessu kemur.

hug4
Núna

En hvernig heldur Hugrún sér við í dag?

„Ég er enn í 12. spora samtökunum fyrir matarfíkla og verð þar ef Guð lofar, það sem eftir er. Þetta er það eina sem hjálpar mér að halda mér réttu megin við línuna og detta ekki í sukk. Núna tekur við að bæta hreyfinguna og bæta við lyftingum til að vinna á allri lausu húðinni!”

Hvaða ráð hefur þú fyrir fólk sem myndi langa til að taka sér þig til fyrirmyndar?

„Bara að hafa trú á sjálfum sér – við getum þetta ef við ætlum okkur það! Ef þú hefur trú á sjálfri þér tekst allt á endanum. EKKI missa vonina!”

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!