KVENNABLAÐIÐ

Fólk sem talar við sig sjálft er klárara en annað fólk

Það er ekki merki um „klikkun” að tala við sig sjálfan, eins og kemur í ljós í nýrri rannsókn. Það er raunar sagt að það geti hjálpað þér að koma reglu á hugsanir og geri þig klárari. Sálfræðingarnir Daniel Swigley og Gary Lupyan bentu á að það væri í raun lífsnauðsynlegt að tala við sjálfan sig. Sem dæmi má nefna að Albert Einstein var sagður stunda „sjálfstal” allan tímann.

Heilinn vinnur hraðar

Í einni rannsókn létu Swigley og Lupya 20 manns fá verkefni – að kaupa einn hlut í búð. Fyrst áttu þátttakendur að vera í algerri þögn og í seinni hluta áttu þeir að tala upphátt um hlutinn sem þeir ætluðu að kaupa. Í seinni tilrauninni mundu þátttakendur mun betur hvað það var.

 

Að tala við sjálfan sig hjálpar til að skipuleggja hugsanir

Ef hausinn á þér er „á fullu” er gott að tala upphátt. Það bæði róar taugarnar og við erum svo að segja, okkar eigin sálfræðingar. Röddin þín hjálpar heilanum gegnum vandamál. Það hjálpar til að hreinsa hugann, skoða hvað er mikilvægast og í hvaða röð þú ættir að gera hlutina.

 

Hjálpar þér að ná markmiðum þínum

Að setja markmiðin sín niður á blað og ná þeim í raun og veru getur verið erfitt. Það getur hreinlega vaxið okkur um höfuð. Að tala við sjálfa/n þig getur verið virkilega gott. Þú talar þig í gegnum hvert stig málsins og þannig munu þau ekki virðast of erfið.

 

Þannig: Eigðu gott spjall við þig sjálfa/n!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!