KVENNABLAÐIÐ

Þriðja barnið deyr af völdum Malm kommóðu frá IKEA

22 mánaða drengur, Ted McGee, varð undir sex hæða Malm kommóðu frá IKEA og lést. Þörf er á að deila boðskapnum til íslenskra foreldra þar sem kommóðan er óhemju vinsæl á landinu. Ikea hefur gefið út viðvörun vegna húsgagnsins því það verður að festa kommóðuna við vegg.

 

Ted McGee
Ted McGee

 

Tvö börn hafa dáið af þeim völdum í Bretlandi en Ted litli var bandarískur.

Móðir Teds, Janet McGee, hafði lagt Ted til svefns og tékkaði á honum á tuttugu mínútna fresti þegar hún fann hann undir kommóðunni. Um 27 milljón kommóða hafa verið seldar um heim allan.

 

Kommóðan vinsæla
Kommóðan vinsæla

 

Árið 2014 dó Curren Collas, tveggja ára, eftir að sex hæða kommóða féll á hana og þremur mánuðum síðan lést 23 mánaða barn einnig af sömu völdum.

IKEA hefur gefið út viðvörun þess efnis að nauðsynlegt sé að nota veggfestingarnar sem fylgja með kommóðunni, annars geti illa farið, en svo virðist sem ekki allir taki mark á þeim viðvörunum.

Viðvörunin sem fylgir bæklingnum frá IKEA
Viðvörunin sem fylgir bæklingnum frá IKEA

 

Talsmaður IKEA hefur sendt fjölskyldunum samúðarkveðjur: „Við teljum að börn séu mikilvægustu einstaklingar í heiminum og við látum okkur sérstaklega annt um öryggi viðskiptavina okkar.”

 

Ted og Janet
Ted og Janet

 

Lögfræðingur McGee fjölskyldunnar segir að fjölskyldan hafi hvorki haft upplýsingar um öryggisfestingarnar né heyrt að IKEA væri að vara sérstaklega við þessum kommóðum.

Heimild: DailyMail

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!