Þig langar í guacamole eða avocado með salatinu en í búðinni eru bara grjóthörð eintök til. Hvað gerir þú? Ekki sætta þig við guacamole í dós (það mun innihalda u.þ.b.20% af raunverulegu hráefni) heldur notaðu þetta trikk til að gera ávöxtinn mjúkan og tilbúinn til átu á nokkrum mínútum!
Það sem þú þarft er: Álpappír, bökunarplötu og glerhart avocado
Það sem þú gerir: Tekur ávöxtinn og vefur honum í álpappír og setur á bökunarplötu. Settu hann í ofninn á u.þ.b. 93°C (200F) í 10 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur… Athugaðu að ef hann er MJÖG harður gæti það tekið lengri tíma, allt upp í þrjú kortér. Taktu avocado-ið úr ofninum (nú þegar það er orðið mjúkt og girnilegt) og settu það í ísskápinn þar til það kólnar.