KVENNABLAÐIÐ

Flengingar í Hollywood: „Pabbi, þú flengdir mömmu! Þá hlýturðu að elska hana”

Okkur þykir það ótrúlegt í dag en í marga áratugi í Hollywood tíðkaðist að leikarar flengdu leikkonurnar á rassinn. Við erum að tala um alvöru flengingar sem myndu að sjálfsögðu túlkast sem kynbundið ofbeldi í dag og ekkert annað.

Frelsi (og kynfrelsi) kvenna hræddi marga karlmenn og var þetta einskonar andsvar við þeirri frelsun og baráttu kvenna sem fram fór á þeim tíma. Þetta var kannski einnig einskonar söguskýring, til að sannfæra bandaríska karlmenn (og heiminn allan) um að þessi „óþekka” kona valdi vandræðum og þarf bara refsingu til að sýna henni hver ræður.

Þessi hugmynd um flengingar var svo vinsæl að í auglýsingum fyrir myndir voru oft myndir af manni flengja konu, þó svo að enga slíka senu væri að finna í myndinni!

Kvikmyndastúdíóin voru greinilega svo sannfærð um ágæti þess að almenningur vildi sjá frægar leikkonur „agaðar.” Þær hlutu jú að vera ógn; ríkar, ungar og táldrógu menn. Í tímaritum og dagblöðum var opinberlega rætt um hverjar þyrftu virkilega á flengingu að halda og fólk sendi inn lesendabréf um hverjar það vildi „leggja á kné sér.”

 

Flenging var ekki bara hugmynd um „rómantík“ heldur líka tákn um ást foreldris. Í kvikmyndinni Frontier Gal, fær söguhetjan hugmyndina að flengja konu sína eftir að hann hefur flengt fimm ára dóttur sína. Stúlkan grætur þar sem hún hafði ekki verið viss um tilfinningar föður síns til sín en svo verður hún ánægð. Hún snöktir: „Feður flengja litlar stelpur því þeir elska þær…ó, vá, þú elskar mig.“

„Ég geri það,“ svarar hann og áttar sig á því sjálfur. Í lok myndar ákveður hann að sýna eiginkonu sinni ást sína og flengir hana meðan dóttirin horfir á. Á meðan eiginkonan virðist ráðvillt verður litla stúlkan eitt bros og segir: „Pabbi, þú flengdir mömmu. Það þýðir að þú elskar hana.“

 

spank gif

 

Ekki leið þó á löngu þar til bandarískar konur voru þreyttar á flengingum eiginmanna sinna og kærðu þá fyrir athæfið.

 

spank rett

Ítarlega skýringu má finna á Jezebel en hér er athyglisverð samantekt í myndbandi sem sýnir skot af leikkonum flengdum:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!