KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Doris Roberts látin, níræð að aldri

„Mamma” Raymonds er látin. Doris lék Marie Barone frá árunum 1995, í 210 þáttum. Þættirnir Everybody Loves Raymond eru Íslendingum vel kunnir, en þeir hafa verið sýndir á Skjá einum um árabil. Lék hún þar konu Franks (Peter Boyle) og sagði hún um þeirra „hjónaband”: „Þegar ég og Peter hittumst í fyrsta skipti við gerð þáttanna var eins og við hefðum verið gift í 45 ár! Við skemmtum okkur konunglega og hlógum mikið.”

 

Doris hefur sagt í viðtölum að hún hafi verið afskaplega heppin við að fá fólk til að hlæja, en hún lék í fjölmörgum hlutverkum, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. Árið 2005 gaf hún út metsölubókina: Are you hungry dear? Love, laughs and lasagna.

 

Ray Romano og Patricia Heaton hafa bæði gefið út yfirlýsingar vegna fráfalls Dorisar. Segir Patricia sem lék konu Rays í þáttunum, Debru: „Þetta er virkileg endalok tímabils. Elsku sjónvarps-tengdamamma mín var afar fagleg leikkona sem kenndi mér margt. Hún var fyndin og elskaði lífið – hörkutól sem lifði lífinu til fulls.”

 

Ray segir: „Doris hafði orku og nærveru sem smitaði út frá sér. Hún hætti aldrei. Hvort sem það var í leiklistinni eða við góðgerðastörf gerði hún allt af lífi og sál. Hún elskaði fólk.”

 

Fékk Doris Emmy verðlaunin fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki árið 2001, 2002, 2003 og 2005.

 

Ráðlagt var að gera Everybody Loves Raymond reunion þætti í júní á þessu ári, en þeir verða ekki svipur hjá sjón án Dorisar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!