KVENNABLAÐIÐ

Kim Jong-un bannar gallabuxur og eyrnalokka

Einræðisherrann Kim Jong-un hefur miklar áhyggjur af vestrænum áhrifum á þegna sína í Norður-Kóreu. Í ljósi þess að landamæri N-Kóreu að Kína eru að lokast hefur hann einkum áhyggjur af vestrænum áhrifum þeim megin. Mun verða sérstök gæslunefnd, mönnuð ungu fólki, að fylgjast með þegnum landsins. Skiptir gæslunefnd þessi sér af hinum ýmsu smáatriðum, s.s. lengd pilsa, útlit skóa, stuttermabolum og hártísku svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður bannað að vera með eyrnalokka (gataðir) og gallabuxur mega hvergi sjást.

kim y2
Kim Jong-un segir þó að karlmenn eigi að taka upp klippinguna sína en má þó hárið ekki vera lengra en 2 sentimetrar. Konur eru svo að sjálfsögðu hvattar til að klippa sig eins og kona hans, Ri Sol-ju. 

Allir sem ekki fara eftir nýju reglunum munu fá þá refsingu að hár þeirra verður skert.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!