KVENNABLAÐIÐ

Parið sem gifti sig og gerði svo það sem alla dreymir um…

Þegar Matt og Jessica Johnson giftu sig gerðu þau eitthvað sem enginn vina þeirra hafði gert í framhaldi. Þau seldu húsið sitt og hættu í vinnum sínum sem forstjóri og fjármálaráðgjafi og keyptu litla skútu. Nú hafa þau, í fjögur ár, siglt um heimsins höf með kettinum sínum, George.

ya12

Þau lifa á 120 þúsund (ISK) á mánuði og hafa nú þegar heimsótt 16 lönd, m.a. Bahamas, Jamaica, Kúbu og Perú og þau eru enn á ferðinni. “Þetta hófst allt árið 2007,” segir Jessica. “Við vorum í fríi við Lake Michigan og ég sá að Matt hafði mikinn áhuga á bátunum. Hann horfði á mig og sagði: “Jæja, Jess…við getum annaðhvort keypt okkur hús eða notað allt okkar sparifé í að kaupa bát. Hvor hugmyndin finnst þér betri?” Þannig ákváðum við að við vildum eyða mánuðum á báti.”

ya11

Í júnímánuði árið 2011 seldu þau húsið sitt og ákváðu að fara í ferð sem myndi breyta lífi þeirra. Þeim var alveg sama hversu langan tíma það myndi taka – 5, 6 ár eða jafnvel lengri tíma.

ya10

“Við eignuðumst kisann George árið 2012. Hann er frábær liðsfélagi. Í stormum á hafi úti stendur hann betur í lappirnar en við! Að ferðast svona saman hefur svo sannarlega styrkt sambandið okkar. Við erum liðsheild og höfum engan tíma til að rífast.”

ya9

Áður voru þau Jess og Matt táknmynd ameríska draumsins, þau menntuðu sig, giftu sig, keyptu hús og voru í vinnum sem gáfu vel af sér: “En þá áttuðum við okkur á því að við eyddum svo löngum stundum fyrir framan sjónvarpið, að gera ekkert og með því áframhaldi hefðum við engar sérstakar minningar þegar við yrðum eldri. Við vildum breyta því – og við höfum svo sannarlega gert það!”

 

ya8

 

ya7

 

ya6

 

ya5

 

ya4

 

ya3

 

ya2

 

Sannarlega öfundsverð hjón! (Heimild/myndir: Brightside)
Sannarlega öfundsverð hjón! (Heimild/myndir: Brightside)

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!