Leikaraparið myndarlega er sagt eiga von á sínu öðru barni, en þau eiga nú þegar dótturina James sem er 16 mánaða. Blake er að leika í myndinni The Shallows og sáu fréttaljósmyndarar móta fyrir bumbu sem hún reyndi að fela með handklæði, skv. E Online. Það kæmi þó ekki á óvart þar sem hin 28 ára leikkona segist elska börn og vill eignast fleiri og eru þau skötuhjú alveg sammála þegar kemur að eignast stóra fjölskyldu.

„Við viljum eignast stóra fjölskyldu. Við komum bæði frá stórum fjölskyldum,“ segir Ryan. „Foreldrar Blake áttu fimm börn og mínir foreldrar fjögur. Fullt af fólki segir að við séum klikkuð – en við vitum aldrei,“ segir hann.