Á hverju ári er haldin hátíð sem eingöngu dregur að sér konur, samkynhneigðar konur. Er hún haldin í Palm Springs í Kaliforníu og stendur yfir í fimm daga, en Palm Springs státar af því að helmingur íbúa er samkynhneigður! Það er sennilega heimsmet.
Þessi stærsta stelpuhátíð í heimi var upphaflega golfmót Dinah Shore en hún hélt það fyrsta árið 1972. Hún var ekki samkynhneigð sjálf en mótið dró að sér fjölmagar lesbíur af einhverjum ástæðum. Hefðin hélst ár eftir ár og nú fara lesbíurnar ekki í golf heldur halda hátíð sem fagnar konunni.
Allar tegundir af konum skemmta sér, það eru keppnir, hátíðarhöld, tónlist og endalaus skemmtun.
Árið 1991 varð jarðskjálfti sem olli því að hálf sundlaugin tæmdist af vatni. Stelpurnar voru flestar of drukknar til að veita því athygli! Að ókunnug kona togi aðra inná hótelherbergi er býsna algengt og njóta konurnar þess að vera í umhverfi sem er algerlega frjálst og enginn dæmir þær. Hátíðin snýst ekki um aðgreiningu heldur þvert á móti sameiningu og að fagna því að vera kona.
Hátíðin dregur að sér fjölda fólks, og þó menn séu ekki bannaðir eru þeir sjaldgæf sjón þessa fimm daga. Palm Springs er nokkurskonar paradís fyrir samkynhneigða og er bæjarstjórinn samkynhneigður: “Við fögnum því að LGBT samfélagið hefur gert Palm Springs að ofursvölu, fáguðu samfélagi sem knýr hjól atvinnulífsins áfram.”
Hátíðin er líka orðin þekkt vegna stjarnanna sem sækja hana. Katy Perry og Pussycat Dolls hafa komið fram á sviði. Í ár kom Lady Gaga til að sjá vinkonu sína spila, Katherine Moennig (sem flestir þekkja sem Shane frá The L-Word). Hátíðin fer svo fram að ári ef einhverjar eru áhugasamar!
Heimild: The Guardian