KVENNABLAÐIÐ

Yo-landi Vi$$er kemur til Íslands í júní: Hver er þessi kona?

Söngkona Die Antwoord sem heldur tónleika á Secret Solstice í júní er umdeild, öðruvísi og ótrúlega ögrandi. Væri ekki úr vegi að fræðast aðeins betur um hinn helminginn af Suður-afríska tvíeykinu sem öðlast hefur heimsfrægð fyrir tónlist sína sem þau flokka einfaldlega sem : Vulgar rap. Yolandi og Ninja rappa og plötusnúðurinn Dj Hi-Tek er þeim innan handar.

 

yolandi gif

 

Yolandi er 150 sentimetrar á hæð og 32 ára gömul. Óvenjulegt útlit hennar vekur strax athygli fólks og röddin…þessi rödd sem er skerandi og blíð í senn. Hún heitir fullu nafni Anri du Toit og rappar blöndu af ensku og Afrikaans (sem töluð er í S-Afríku)

 

Í viðtali sem hún veitti tímaritinu Dazed segist hún sjaldan veita viðtöl. Í raun er þetta fyrsta viðtal sem hún veitir ein. Yolandi segist alltaf hafa lífverði með sér þegar hún ferðast heim til S-Afríku því fólk vilji drepa hana. Það er erfitt að ímynda sér það en fólk á til að hneykslast á henni og þeim.

 

Yolandi hefur orðið ótrúlega stórt poppgoð á stuttum tíma. Þau Ninja gáfu út lagið “Enter the Ninja” árið 2010 og þá varð ekki aftur snúið. Árið 2014 gáfu þau út lagið “Ugly Boy” og í myndbandinu léku stórstjörnur á boð við Jack Black, Marilyn Manson, Flea, ATL tvíburarnir, Dita Von Teese og súpermódelið Cara Delevigne.

 

Die Antwoord vilja ekki falla í þá gryfju að þóknast neinum…nema þeim sjálfum. Þau vilja vera pönkuð, fersk og eins klikkuð og hægt er. “Zef, zef, zef,” er stef sem hljómar á strætum S-Afríku og er það orðið þeirra helsta einkenni sem þau nota óspart í lögunum sínum.

 

Xeni and Philip chat with Yo-Landi of die Antwoord during an interview at the Coachella Oasis 2010

Yolandi segist pirruð á viðtölum (enda veitir hún aldrei viðtöl) sérstaklega þegar blaðamenn spyrja í sífellu sömu spurninganna á borð við: “Eruð þið alvöru hljómsveit?” Þar sem hún lítur á blaðamenn og fjölmiðla sem eyðileggingartól hefur hún tekið þessa ákvörðun. “Þú þarft ekkert annað en Facebook og Instagram til að framleiða fréttir sjálfur. En stundum þarf að koma öðru á framfæri. Eins og núna, til dæmis,” segir hún við blaðamann Dazed.

 

Myndbönd Die Antwoord hafa fengið meira en 200 milljón áhorf á YouTube og er það engin furða – myndböndin vekja furðu og jafnvel óhug þar sem þau eru mjög djörf og áleitin.

 

Ninja og Yolandi léku í framtíðarmyndinni Chappie (aðalleikararnir voru Sigourney Weaver og Hugh Jackman.) Leikstjórinn Neill Blomkamp segir um parið: “Það er eitthvað við þau Yolandi og Ninja. Annaðhvort hatarðu þau eða elskar en þau hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Yolandi hefur eitthvað sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Það er bara einhver óþekktur fasti sem gerir fólk forvitið. Hún hefur klofinn persónuleika – hvernig hún lítur út og það sem hún syngur um. Yolandi er líka ótrúlega klár og flott kona.

 

Hún er fædd þann þriðja mars árið 1984 í Port Alfred sem er lítill bær á austurströnd S-Afríku. Hún var ættleidd af presti og konu hans og átti alltaf í erfiðleikum með að “fitta inn” svo að segja. Yolandi lýsir sér sem “litlum pönkara” sem var alltaf að lenda í slagsmálum: “Sem er samt furðulegt þar sem ég er mjög kærleiksrík og mjúk manneskja.” Hún leit á sig sem “goth” og segir frá því að hún og besta vinkona hennar lituðu undirfötin sín svört í baðkarinu.

 

yolandi

 

Yolandi elskaði að hlusta á hljómsveitir á borð við Nirvana, PJ HarveyNine Inch Nails, Cypress Hill, Eminem, Marilyn Manson og Aphex Twin.

 

“Ég elskaði allt sem var á dimmt og drungalegt…þegar Chris Cunnigham gerði vídeóið við “Come to Daddy” með Aphex Twin var eins og ég hefði frelsast, “ segir hún.

 

Myndband Die Antwoord við “Ugly Boy” ber keim af myndbandi Aphex Twin, “Ageispolis” – þar er Yolandi ofsalega sæt en með augu eins og geimvera – dökk eins og nóttin.

 

 

Þegar Yolandi var 16 ára var hún send á heimavistarskóla í níu klukkutíma aksturslengd frá fjölskyldu sinni. Þar blómstraði hún í fyrsta sinn í lífinu.

 

“Þessi skóli var mjög opinn og listrænn miðað við aðra skóla S-Afríku,” segir Yolandi. “Ég var “fokking” ánægð. Í fyrsta sinn í lífinu tengdist ég fólki sem var listrænt þenkjandi.” Yolandi hefur aldrei hitt sína raunverulegu foreldra og hefur engan áhuga á því í dag. Hún veit ekki mikið um þau, annað en að móðir hennar var hvít. Hún hefur lengi velt vöngum yfir þessu og telur jafnvel að faðir hennar hafi verið svartur eftir að hún stúderaði sögu í skólanum.

 

Hún fæddist á tímum aðskilnaðarstefnunnar og trúir því að afi hennar og amma hafi neytt móður hennar til að gefa hana til ættleiðingar eftir að hún varð ófrísk eftir svartan mann.

 

En það er bara hennar kenning.

 

Svo kemur þessi ótrúlega saga: Yolandi og Ninja voru einu sinni par og eignuðust dóttur saman!

“Við erum tengd bæði í lífinu sjálfu og tónlistinni,” segir hún. Raunverulegt nafn Ninja er Watkin Tudor Jones og er hann fertugur listamaður sem hefur tekið reglulegan þátt í S-afrísku rappsenunni síðan hann var þrettán ára.

 

 

Í þessu myndbandi fær Lady Gaga óspart fyrir ferðina svo ekki sé meira sagt…

Watkin ólst upp í Jóhannesarborg, höfuðborg S-Afríku. Hann kom fram á vinsælum klúbbum og þar sem hann var hvítur þurfti hann að leggja sig extra mikið fram.

Ninja og Yolandi hittust fyrir utan klúbb í Cape Town árið 2003. Yolandi horfði á hann og hugsaði: “Hvað í fjandanum er að þessum náunga? Hvað er hann að gera í þessum fötum? Ekki koma nálægt mér!”

Ninja varð hálfhræddur við hana enda leit hún út fyrir að vera þrettán ára.

Ninja bauð Yolandi í framhaldi að syngja með honum í nýju lagi The Constructus Corporation.

 

Ninja vildi bara að Yolandi segði yeah motherfucker með bandarískum hreim í laginu en fékk hálfgert sjokk þegar hann heyrði röddina og sá framkomuna. Yolandi sagði honum að hún kynni ekkert að rappa og þá lofaði hann að kenna henni. Þau urðu par á tímabili og árið 2006 gekk hún með barnið þeirra.

Yo-landi og Ninja
Yo-landi og Ninja

 

“Ég var svo ung,” segir Yolandi. „“Ég var bara, fokk, líf mitt er búið,” því allir vinir mínir voru úti að reykja gras og hanga einhversstaðar og ég var heima með barnið. En ég var klikkuð með þetta barn, drakk hvorki né reykti. Ég vildi verða þessi fullkomna mamma. Ég einangraðist svakalega en það hjálpaði mér að ég og Ninja vorum saman í þessu alla leið. Ef svo hefði ekki farið hefðum við sennilega farið í sitthvora áttina.”

Þrátt fyrir að þau séu ekki lengur par (Ninja er nú giftur annarri konu) halda margir að þau séu enn saman.

“Ég skil af hverju fólk heldur það,” segir Yolandi. “Við erum svo samrýmd og eigum ótrúlega náið samband. En það er erfitt að vera í hljómsveit og eiga barn saman.”

yolandi4

 

Dóttir þeirra heitir Sixteen Jones og er nú í hljómsveit með dóttur Flea (Í Red Hot Chili Peppers). Sixteen syngur og skrifar öll lögin og hefu hún búið í LA síðastliðin ár. Yolandi segir hana hafa mikla hæfileika. Sixteen er þó þveröfug við foreldra sína og notar ekki blótsyrði í tónlistarsköpun sinni.

 

Dóttir Yolandi og Ninja
Dóttir Yolandi og Ninja

 

Yolandi er líka fósturmóðir Tokkie, stráks sem hún ættleiddi fyrir fimm árum síðan. Hann var krakki sem bjó á götunni og hékk í hættulegu hverfi í Jóhannesarborg. Foreldrar hans voru fátækir og ákvað Yolandi að hugsa um hann um helgar. Það fór að lokum svo að hún tók hann alveg að sér. “Ég hef alltaf fundið til með fólki sem býr á götunni, einhverskonar móðurtilfinning held ég. Ég tengi svo við fólk sem er utangarðs. Ég sá svo mikla hæfileika í Tokkie og ég vissi að hann myndi bara deyja þarna á götunni. Öllum væri líka skítsama. Nú blómstrar hann og er dásamlegur krakki.”

 

Yolandi og Tokkie
Yolandi og Tokkie

Yolandi stakk upp á því við Ninja árið 2007 að þau myndu búa til hljómsveitina Die Antwoord. Þegar þau funduðu saman með Hi-Tek gerðist einhver galdur og þau hófu samstarf um leið.

 

Um leið Ninja klippti Yolandi þessari ótrúlegu klippingu varð hljómsveitin til. “Hárið á mér var sítt og fólk var að djóka með það, kallandi mig Britney og Lady Gaga. Ég sagði við Ninja að ég þyrfti að fara í aðra fokking átt. Ég vildi hafa brodd sem væri meira ég. Ninja sagðist ætla að klippa það af í hliðunum og BAM – þarna var Yo-landi. Hárið skóp mig, tónlistina, hvernig mér leið og hvernig ég hegðaði mér.” Augnbrúnir Yolandi voru einnig aflitaðar – sem tákn um stolt hennar og hvað hún stendur fyrir.

Ninja klippir hárið á henni enn í dag og enginn annar má snerta það.

 

Frægðin lét samt bíða eftir sér. En þegar hún mætti á svæðið var ekkert lát á – 3. febrúar 2010 héldu þau tónleika í Jóhannesarborg. Þau héldu enginn myndi mæta því það var grengjandi rigning. Þegar þau fóru á tónleikastaðinn hafði fólk safnast saman og byrjaði að öskra þegar það sá þau. Þetta kvöld fengu myndböndin þeirra á YouTube 10 þúsund áhorf. “Við fórum heim og hugsuðum hvað í andskotanum hafði gerst.”

 

yolandi2

Die Antwoord fékk samning hjá Interscope í Bandaríkjunum í kjölfarið en þeir höfðu gefið út Eminem, NWA og Tupac. Plötuútgáfan vildi að þau myndu halda sínu striki og breyta engu – í framhaldi sendu þau þeim 1 milljón dollara en Yolandi og Ninja sendu peningana til baka því þau vildu enga peninga.

 

David Fincher vildi fá Yolandi til að leika Lizbeth Salander í myndum Stieg Larsons en hún afþakkaði. Hún vildi frekar einbeita sér að tónlistinni.

 

Þau höfnuðu bæði frekari kvikmyndahlutverkum og höfnuðu meira að segja tilboði að hita upp fyrir Lady Gaga þegar hún túraði um S-Afríku. Þau vilja bara vera “alvöru” og ekkert annað.

 

Í dag hafa þau gefið út plötuna Donker Mag með DJ Muggs frá Cypress Hill. Þau vissu um leið og þau hittu hann í mexíkósku afmæli að hann væri maðurinn sem þau vildu vinna með.

 

Die Antwoord mun koma fram á Secret Solstice 16-19 júní 2016 í Laugardalnum! Ekki missa af því!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!