Norsk-chíleanski listamaðurinn Victor Guzman opnar nú einkasýningu í Ekkisens galleríinu í Reykjavík. Courage, don’t leave me (hugrekki, ekki yfirgefa mig) heitir sýningin og tengist titillinn minningum hans af frá því að vera 10 ára innflytjandi í litlum norskum bæ sem heitir Røyken árið 1997 að reyna að vinna sig í gegnum kynþáttaðskilnaðinn. Titillinn er vísun í tölvuleik sem heitir Castlevania 64, þar sem söguhetjan hrópar setninguna „Courage don’t leave me“ áður en hann hefur bardaga.
Victor lítur á verk sín sem dagbók og frásögn af minningum um átök við hrekkjusvín og poppmenningu. Sjálfsmynd og sjálfsbjargarviðleitni eru með helstu viðfangsefnum sem Victor vinnur með á þessari sýningu. Verkin eru ekki unnin sem hefnd eða uppgjör, heldur sem leið til að skapa vitund um útlendingahatur og einelti.
Victor segir sjálfur um sýninguna:
„Flóttamannakrísan í Evrópu minnti mig á hvernig komið var fram við mig í skóla. Landamæri lokuðust og hinir örvæntingarfullu voru skildir útundan. Þetta sneri um að komast lífs af. Það var ráðist á mig líkamlega og athugasemdir fylgdu sem einkenndust af kynþáttahatri. Við vorum einungis tveir í skólanum á þeim tíma sem tilheyrðum minnihlutahópi. Það koma að því að ég þráði að verða hvítur á hörund eins og hinir, svo að ég yrði samþykktur. Á endanum fóru að vitja mín sjálfsvígshugsanir. En sem betur fer, tókst mér að finna lausn á þessu – í gegnum tölvuleiki og teiknimyndasögur.
Victor Guzman (f.1987) er chílenskur-norskur myndlistarmaður sem lifir og starfar í Osló. Hann nemur myndlist við Bergen Academy of Arts og er þessa önn í skiptinámi í myndlistardeild Listaháskóla Íslands.