KVENNABLAÐIÐ

Jojo – hundurinn sem hjálpar krökkum í gegnum tannlæknaheimsókn

Jojo er sex ára hundur af tegundinni golden retriever. Hefur henni verið falin sú vandasama vinna að hugga börn sem eru ekki spennt fyrir tannlæknaheimsóknum.

 

jojo5

 

Jojo á í raun átta heimili – hún deilir tíma sínum niður á tannlæknastofur og hjúkrunarheimili, bæði fyrir aldraða og fatlaða.

Jojo er mjög vinsæl í hlutverki sálgæsluhunds og hefur verið send bæði til Mossouri og Illinois eftir fellibylji og líka til Sandy Hook skólans þar sem árás var gerð á nemendur.

 

jojo4

 

Hún er þjálfuð til að færa fólki stuðning og ástúð og klæðist meira að segja sérstöku vesti þar sem á því stendur að fólk eigi að klappa henni.

jojo3

Lynne Ryan er ein af átta sem sjá um Jojo: “Hún er afskaplega elskulegur og frábær hundur. Hún leitar til þeirra sem eiga um sárt að binda og kúrir sig upp við þá eins og hún segi: “Hérna er ég….þú mátt klappa mér núna.”

 

jojo

 

Ryan hafði hug á að hafa Jojo á tannslæknastofunni sinni þar sem hún hefur starfað í meira en 21 ár og aðallega til að sefa börn sem eru hrædd við tannlækninn.

jojo6

Einu sinni í mánuði kemur Jojo á stofuna og situr með þeim krökkum sem óska nærveru hennar.

 

Aðstoðarmanneskja Lynne, Veronica Renteria segir að Jojo sé mjög vinsæl á stofunni. Þegar fólk pantar tíma vill það fá að vera með henni!
“Hún er bara svo blíð og góð. Hún bíður eftir krökkunum. Ef þau setjast niður hvílir hún höfuðuð í kjöltu þeirra. Það er í raun ótrúlegt hverng hún skynjar hverjir þurfa á henni að halda!”

jojo7

 

Alltaf er í boði að halda í loppuna á Jojo. Stúlka ein þurfti að fara í tanntöku og var hún með Jojo í fanginu og strauk eyrum hennar allan tímann.

jojo staff

Jojo er líka minnst á starfsmannatali síðunnar!

jojo fors

Foreldrar elska að hafa Jojo nálægt á erfiðum stundum og undrast oft hversu róleg hún er í kringum börnin! “Þau segja: “Er þetta í alvöru að gerast?” þegar hún situr hjá barninu þeirra í gegnum heimsóknina.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!