Læknir frá Pakistan, Jan Mohammad, hefur hug á því að eignast 100 afkomendur því hann telur að hann muni þannig eignast hlutdeild í himnaríki. Jan er 43 ára og á nú þegar 35 börn með þremur konum. Nú hefur hann gifst fjórðu konunni til að hraða árangri.
„Ég vil eignast 100 börn því spámaðurinn sagði að þeir sem aðhyllast íslam munu ekki fara til helvítis,“ segir hann í viðtali við pakistanska dagblaðið DAWN í heimabæ sínum , Quetta. „Með hjálp Guðs munu börnin mín hjálpa mér….að komast til himna.“
Hinir 39 fjölskyldumeðlimir Jans búa allir undir sama þaki. Eiginkonurnar Bibi Naz Gul sem er 32 ára, Noor Bibi (28 ára) og Hayat Bibi sem er 25 ára hafa fært Jan 14 drengi og 21 stúlku hingað til.
„Því stærri fjölskylda, því betra“
Vonast Jan eftir fjórðu eiginkonunni til að giftast fyrr en seinna. Fjölskyldan býr undir sama þaki í 12 herbergja húsi. Jan þénar um 100.000 rúpíur á mánuði (118.000 íslenskar kr.) og sú fjárhæð nægir til að sjá allri fjölskyldunni farborða. Jan gerir ekki upp á milli dætra og sona og telur að konur hafi jafnan rétt á við karlmenn að mennta sig. „Allar dæur mínar muni hljóta menntun.“ Uppáhalds barn hans er elsta dóttir hans, Shagufta Nasreen.
Jan viðurkennir að hann muni ekki nöfn allra sona og dætra en hann elskar að hafa húsið fullt af börnum. „Ég er heppinn vegna barnalánsins,“ segir Jan. „Þegar ég kem heim hlaupa 12-15 börn á móti mér til að heilsa. Þau virðast afar glöð að sjá mig.“
Leggur Jan sig fram að leika við börnin sín og spila þau öll krikket – svokallað fjölskyldusport þar sem 11 fjölskyldumeðlima stunda íþróttina. Til að halda því til haga keyrir Jan að sjálfsögðu rútu til að halda fjölskyldunni saman!
Resident of Quetta, Jan Mohammad, has fathered 33 children fro…Resident of Quetta, Jan Mohammad, has fathered 33 children from three wives
Posted by dawn.com on Monday, March 7, 2016