KVENNABLAÐIÐ

Húsráð: Hvernig á að þétta húðina og minnka svitaholur á andliti

Þetta hljóta að vera bestu húsráð í heimi! Fólk sem hefur feita húð hefur yfirleitt stórar og sjáanlegar svitaholur. Það vill því yfirleitt minnka sjáanleika holanna og auðvitað eru margar vörur sem lofa því en þær eru yfirleitt frekar dýrar. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að hægt er að finna innihaldsefni í eldhúsinu sem virka jafn vel….og jafvel betur!

 

Við mælum með þessum!

Vatn og matarsódi

Blandaðu saman tveimur matskeiðum af matarsóda og tveimur matskeiðum af vatni. Þá verður til “deig” sem þú berð á húðina og lætur þorna í um 15 mínútur.

Þegar maskinn hefur harðnað þværðu hann af með köldu vatni.

Annað gott ráð er:

Eggjahvítur og sítrónusafi

Blandaðu saman nokkrum dropum af sítrónusafa og tveimur eggjahvítum. Berðu hann á andlitið í nokkrar mínútur þar til hann þornar. Taktu hann af með köldu vatni. Þetta hjálpar ekki eingöngu við að þétta húðina heldur tekur líka í burt dauðar húðfrumur og olíu af andlitinu.

Tómat- og límónusafi

Taktu smá tómatsafa og 2-4 dropa af límónusafa (lime). Þú vætir bómul í lausninni og setur á andlitið. 15 mín í bið. Taktu af með köldu vatni. Sýran í límónunum og tómötunum fjarlægja olíuna af andlitinu .

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!