Einstaklingur þessi er fluttur margoft af heimilinu í sjúkrabíl. Hann baðar sig ekki, skiptir ekki um föt, segir óviðeigandi hluti, skynjar illa umhverfi sitt og er sama um útlit sitt. Það segir sig sjálft að börnin eru orðin svo þreytt á þessu ástandi að það hálfa væri nóg og makinn dauðþreyttur eftir nokkur ár með slíkan sjúkling á heimilinu.
Sykri barst nafnlaust bréf sem við ákváðum að deila með ykkur:
Skjólstæðingur minn er áfengissjúklingur, hann misnotar lyf ef hægt er. Hann er haldinn Wernikis-korsakoff heila- og taugasjúkdómi og er með bilað skammtímaminni og framheilaskaða.
Ef maður les sér til um geðklofa, MND og parkinsons virðist hann passa við ansi mörg atriði sem talað er um þar.
Af hverju er svona erfitt að fá geðdeild eða heimilislækni til að greina sjúklinga og flokka?
Af hverju er svona lasinn einstaklingur hafður heima í umsjá eiginkonu og barna?
Þessi einstaklingur vaknar margoft á nóttu; vekur fjölskyldumeðlimi. Hann er með krampa, asthma, ráðvilltur, þjáist af martröðum, talar upphátt, slær stundum frá sér með áráttuhegðun, snýr heimilinu á hvolf hafi hann ráðrúm til þess eða ef hann er skilinn eftir einn í smá stund.
Þessi einstaklingur gerir það sama allan daginn: Gnístir tönnum, hreyfir fæturna stöðugt, ruggar sér, hlustar í sífellu á sömu tónlistina, gramsar og leitar í öllu. Hann hefur ekkert vit á fjármálum, er með ranghugmyndir um lífið og tilveruna, er pirraður, hvatvís, reiður af litlu eða engu tilefni, hvorkir hreyfir sig né borðar.
Hvað er til ráða?
Einstaklingur þessi er fluttur margoft af heimilinu í sjúkrabíl. Hann baðar sig ekki, skiptir ekki um föt, segir óviðeigandi hluti, skynjar illa umhverfi sitt og er sama um útlit sitt.
Það segir sig sjálft að börnin eru orðin svo þreytt á þessu ástandi að það hálfa væri nóg og makinn dauðþreyttur eftir nokkur ár með slíkan sjúkling á heimilinu.
Af hverju er giftu fólki sagt að skilja við maka sem er svona lasinn? Af hverju er fjölskyldu ekki hjálpað sama í hvaða mynd sú hjálp er og um hvða fjölskyldu er að ræða? Af hverju þarf fjölskylda að líða fyrir að vera ekki hjálpað með þjónustu eða skilningi?
Engin heilbrigðisþjónusta virðist vita hvað gera eigi við sjúklinginn. Allar deildir vísa á hver aðra. Hann passar ekki inn á neina deild og enginn virðist vilja taka við sjúklingnum. Svo er hann sendur heim til sín í alls konar ástandi.
Í erfiðleikum og köstum sem hann tekur hefur hann margoft verið fjarlægður af heimilinu. Vegna vanlíðunar hans eða annarra, hótanir hans í eigin garð eða annarra. Lögregla hefur verið kölluð til, beðið hefur verið um hjálp á geðdeild þar sem hann hefur þó ótal sinnum legið og fær hann ekki alltaf inni og engin úrræði eru til staðar.
Á geðdeild er sagt að einstaklingurinn sé ekki geðveikur en með heilasjúkdóm. Hvað er hvað? Og hver vill og getur hjálpað? Af hverju er svona erfitt að svipta fólk sjálfræði og fjárræði…sem er þó svona ofboðslega lasið?
Ef þú ert ekki nógu gamall eða með fíknisjúkdóm er ekki tekið við þér – þú passar hvergi inn. Þú passar ekki á hjúkrunarheimili eða heimili fyrir fatlaða. Annaðhvort ertu of veikur eða of lítið skaddaður, greindarlega eða andlega. Allir sjúkdómar eru í kassa. En fyrir hverjum?
Rörsýn ræður ferð og lítill áhugi í heilbrigðiskerfinu að hjálpa fólki með geðræn vandamál, hjálpa þessari fjölskyldu sem líður fyrir sjúkdóminn.
Hvenær fær fjölskyldan frí sem er með svona veikan einstakling inni á heimilinu? Þegar þeirra heilsa bilar?
Eina hjálpin sem fæst er nokkurra klukkustunda liðveisla, fimm mínútna innlit frá hjúkrunarfræðingi með lyfjagjöf og klukkustundar viðtal við geðlækni einu sinni í mánuði (misjafnt eftir sveitarfélögum).
Sjúkdómurinn sem herjar á einstaklinginn hefur einangrað fjölskyldu hans mikið. Það er afar sárt fyrir þau að horfa upp á þetta. Börnin líða þó verr fyrir það en fullorðna fólkinu.
Einstaklingar með geð- og fíknisjúkdóma eru eins og skítugu börnin hennar Evu í sögunni en það er reynsla þessarar fjölskyldu.
Ég gæti ritað enn legra bréf um þrautagöngu þessarar fjölskyldu en læt hér við sitja.
Ef Landlæknir fyndi það hjá sér að kanna þetta og svara þessu bréfkorni væri það afar vel þegið.
Hvar á þessi einstaklingur að búa? Hvað hefur þú hugsað þér að gera og hvenær? Ef lífi er bjargað, þarf ekki að hjálpa því lífi? Læt vera að skrifa það sem ég hugsaði núna.
Ég kýs að hafa bréfið nafnlaust af virðingu við fjölskyldumeðlimi þar sem ég tengist fjölskyldunni. Ég vil taka það fram að lögreglan fær toppeinkunn hjá fjölskyldunni þar sem hún hefur reynt að hjálpa henni með öllum ráðum og dáðum.
Kveðja,
Íslendingur sem lætur sig málið varða