Það er meira en áratugur síðan Sarah Jessica Parker átti hug og hjarta okkra allra í þáttunum gríðarvinsælu, Sex and the City. Nú snýr hún aftur með nýja þætti sem heita Divorce. Fjalla þeir um Frances (Sarah) sem er fráskilin kona að endurbyggja líf sitt eftir skilnað.
Hér eru nokkur atriði sem þú vissir (sennilega) ekki um þessa frábæru leikkonu:
Sarah er ein af átta systkinum og ólst hún upp við gríðarlega fátækt: „Ég man hversu fátæk við vorum. Það var engin leið að fela það. Stundum var ekkert rafmagn í íbúðinni og stundum voru engin jól, engin afmæli.” Þrátt fyrir að þéna ákaflega vel í dag segist hún enn eiga í skrýtnu sambandi við peninga: „Ég hugsa enn þannig, spara, spara, spara. Svo á hinn bóginn – ég er búin að vinna eins og hestur í 25 ár. Af hverju má ég ekki kaupa annað par af Manolo Blahnik (skóm) eða kaupa mér þessa tösku sem mig langar í?”
Þegar Sarah var 14 ára gömul var hún„þriðja” Annie í uppsetningu Broadway á sögnleiknum Annie árið 1979. Það þýðir að ef Annie númer tvö forfallaðist átti Sarah að vera til taks.„Ég var mistökin,” segir Sarah í þætti Davids Letterman árið 1993. Þrátt fyrir að þurfa aldrei að leika var þetta tækifæri til að komast burtu frá ringulreið heimilisins. „Þetta var mjög skipulagt umhverfi og agað. Og ég fékk borgað – ég átti aldrei neina peninga.”
Söruh er oft líkt við Carrie en heldur því fram að hún sé töluvert ólík hliðarsjálfinu. „Ég skil samt af hverju fólk líkir okkur saman, ég var inni á heimilum þeirra sem Carrie í mörg ár. Þrátt fyrir að mér þyki vænt um hana er ég ekki hún.“
Þversagnarkennt, kannski, en munurinn á þeim tveimur er viðhorf þeirra kynlífs. Í samningum sínum við HBO varðandi nekt hafði hún í samningi sínum klausu sem sagði að hún þyrfti aldrei að vera nakin. „Ég vildi ekki gera nektarsenur, senur með kynlífsleikföngum eða tala á þannig hátt – þannig ég gerði ekkert slíkt. Carrie kyssti fullt af mönnum en það fór ekki lengra en það,” segir Sarah.
Eitt eiga þær Sarah og Carrie sameiginlegt og það er smekkur þeirra á bíómyndum. Segir hún að uppáhaldsmyndin hennar sé The Way We Were: „Heimurinn er fullur af tveim tegundum af konum: The Simple Girls og The Katie Girls. Ég er Katie Girl.”
Sarah Jessica og eiginmaður hennar Matthew Broderick eiga þrjú börn: James Wilkie (eftir föður Matthews og uppáhaldsrithöfundi þeirra beggja, Wilkie Collins – og tvíburasysturnar Marion og Tabitha. Sonur þeirra, James Wilkie, heimtaði að fá að velja nafn á aðra systurna. Hann vildi hún myndi heita Marion. „Við hugsuðum, erum við brjáluð? Eigum við að leyfa honum að velja nafn? Er það rétt? Er þetta honum svona mikilvægt?” Og þegar það var samþykkt sagði James: „Ég vil hafa það löglega staðfest á pappírum!”
Sjáðu heimili Söruh í New York meðan hún svarar 73 spurningum!