Það er alltaf gott að gera hreint á heimilinu. Taka til eftir vetrarmánuðina með hækkandi sól (og kannski af því þá sést rykið svo ofsalega vel!) Hvort sem þú hlakkar til eða kvíðir erum við með nokkur góð ráð frá remodelaholic.com sem gæti hjálpað þér á þessum auðveldu eða erfiðu tímum!
Eldhúsið: Að þrífa frystinn og ísskápinn, þrífa í kringum vaskinn, tæma skápa og raða aftur inn, hreinsa ofninn og hellurnar.
Stofan: Þurrka af öllu, laga snúrur, þvo púða og utan af sófasetti og ryksuga og skúra gólfin.
Baðið: Taka allt í gegn – t.d. að henda útrunnum snyrtivörum, þrífa bað/sturtu og vaska ásamt klósettinu. Taka allt úr hillum, endurraða og þrífa hillur.
Skrifstofan: Þrífa öll rafmagnstæki, ryksuga og skúra, taka allt úr hillum og endurraða.
Svefnherbergi: Lofta út! Þrífa allt af rúminu, þurrka af bókahillum og skápum, taka ryk af myndarömmum, taka fataskápinn og endurraða, endurnýta og þrífa hillur.
Muna svo að fara með allt dót sem á að henda á nytjamarkað! Gömul föt, húsgögn, hvaðeina….endurvinna, endurnýta og gefa aftur til samfélagsins