Sögusagnir hafa verið á kreiki á þessu ári um að Kendall Jenner væri að hlotnast forsíðu bandaríska Vogue. Nú hefur það verið staðfest og fær hún heilar 52 blaðsíður í nýju tímariti sem verður eingöngu í áskrift, til áskrifenda í New York og Los Angeles.
Kendall er fylgt eftir á tískuvikunni í New York þar sem hún hangir með Tory Burch og Carmelo Anthony og sýnir svo föt Marc Jacobs. Viðtalið snýst þó um óhemju vinsældir stjörnunnar á samfélagsmiðlunum – hvernig fór hún að þessu?

Myndirnar tók enginn annar en Mario Testino og verður að segjast að þetta lofar góðu!
