Öflugur jarðskjálfti upp á 7 á Richter skók þorpið Fukushima í Japan í marsmánuði árið 2011 sem orsakaði kjarnorkuslys í framhaldi í bænum vegna flóðbylgju. Fólkið, u.þ.b. 100.000 talsins, þurfti að flytjast á brott vegna geislavirkrar mengunar og má telja að um þúsund dauðsföll megi rekja til slyssins.
Frönsku ljósmyndararnir Carlos Ayesta og Guillaume Bression fengu nokkra fyrrum íbúa bæjarins til að bera kennsl á staði sem þau eitt sinn þekktu. Útkoman var næstum súrrealísk…að blanda saman hinu hversdagslega og því ótrúlega.
Sjáðu þessar mögnuðu myndir (smellið á myndirnar til að sjá þær stærri):
Midori Ito er í yfirgefnum stórmarkaði í Namie. Hér hefur ekkert breyst nema þetta stórslys. Á japönsku segir á pakkningunum: “Fersk vara.” Eftir stórslysið fór Midori til Minami Aizu vegna ótta við heilsufarsbrest. Hún býr nú hjá börnum sínum í borginni Koriyama sem er um 60 km frá kjarnorkuverinu.
Rieko Matsumosoest er í þvottahúsi í Naime. Hún er næringarfræðingur og ráðgjafi. “Þegar jarðskjálftinn reið yfir var ég með fillippískum viðskiptavini sem var í þvottahúsinu í fyrsta skipti. Ég var að mæla hana og hún ætlaði að afklæðast þegar jörðin skalf. Hún talaði við mig á japönsku þangað til en allt í einu fór hún að öskra á ensku.”
Kanoku Sato er í leikfimissal skóla í Ukedo svæðinu. Flóðbylgjan eyðilagði þetta svæði og hann flúði. “Ef ekki væri fyrir þetta ljósmyndaverkefni hefði ég aldrei séð þetta forboðna svæði með eigin augum. Þrátt fyrir að ég búi í Koriyama (og það er nálægt) hafði ég ekki hugmynd um hversu mikil eyðileggingin væri.”
Shigeko Watanabe starfrækti litla prentsmiðju í miðborg Namie. Hún mun aldrei opna þessa starfsemi á ný. “Mér finnst að yfirvöld hafa rekið okkur í burtu algerlega meiningarlaust. Enginn mun snúa til baka. Karlmenn segjast ætla að snúa til baka en við konurnar erum sterkari en þeir og horfumst í auga við sannleikann. Stjórnvöld hvetja okkur til að snúa til baka en fyrir mér er Namie ónýt borg.”
Katsuyki Yashima situr þarna í vinnustofu sinni. Þegar slysið átti sér stað voru hann og eiginkona hans með 15 manns í vinnu. Fyrirtækið mun aldrei opna á ný og telur hann að þau muni ekki koma til með að búa í Namie eftir að yfirvöld lýstu því yfir að óhætt væri að búa þar: “Ég vil ekki fara aftur þangað. Ég get ekki opnað verkstæðið aftur. Eftir 10 ár mun Namie verða draugabær. Samkvæmt könnunum munu aðeins 20% af íbúunum snúa aftur. Fólk mun koma sér fyrir annarsstaðar og snúa ekki við.”
Setsuro er dýralæknir. Hann hefur hugsað um heilsu dýra, sérstaklega kúa frá því hann fékk prófið. Hér situr hann á bar í borginni.
Kazuhioro er hér í gamla húsinu sínu í Tomioka. Fyrir slysið stýrði hann bókabúð og minjagripabúð. Hann var rændur oft eftir slysið og allt verðmætt var tekið. Við vildum ljósmynd af honum í húsinu sínu. Hann fór með konu sinni og dóttur til Tokyo þar sem hann býr núna. Hann tekur oft þátt í ráðstefnum til að tala um reynslu sína af slysinu. Þrátt fyrir að hann heimsæki stundum gamla heimilið sitt mun hann aldrei búa þar aftur.
Hidemasa og Michiko Otaki eru á gömlu hárgreiðslustofunni sinni í Tomika sem þurfti að láta í minni pokann fyrir hinni öflugu fljóðbylgju sem reið yfir bæinn. Hún hafði verð hárgreiðslumeistari í 40 ár. “Þegar jarðskjálftinn reið yfir var ég nýbúin að klippa kúnna. Þegar ég fór í neyðarskýlin klippti ég fólk þar. Einn daginn sagði einhver mér að hús væri laust, 40 kílómetra sunnan við kjarnorkuverið. Þar hef ég búið nú í tvö ár.”