Síamskötturinn Brigit hefur fært eiganda sínum „þýfi“ undanfarna mánuði en hún stelur eingöngu karlmannsnærbuxum og sokkum! Hún hefur komið heim með 11 nærbuxur og meira en 50 sokka. Eigandi hennar Sarah Nathan hefur sett myndir á Facebook þar sem hún lýsir þessari undarlegu áráttu kisa: „Þetta er orðið fáránlegt,“ segir hún. „Einhver hlýtur að sakna alls þessa!“
Þýfið tilheyrir engum í húsinu og einn daginn labbaði Brigit inn í stofu með sokk í kjaftinum eins og hann væri kettlingur. Getur eigandinn sér þess til að óheppin fórnarlömb væru íbúðir með „fullt af gaurum.“
Fjölskyldan hefur sett upp auglýsingar á strætum úti til að reyna að finna eigendurna. „Það er ekki til siðs í Nýja Sjálandi (þar sem þau búa) að hafa ketti innandyra. Brigit veiðir ekki fugla eða slíkt og nágrannarnir hafa verið mjög skilningsríkir. Við erum sem betur fer að flytja út á land, þannig möguleikum hennar fækkar til að stela!“
Heimild BBC