Tim Cook, forstjóri Apple var rétt í þessu að tilkynna nýjan iPhone: iPhone SE. Hann er minni en aðrir forrennarar hans og verður ódýrari en áður. Hægt verður að fá hann frá 399$ sem eru um 50 þúsund íslenskar krónur. Það myndi þá vera síminn með minnsta gagnamagnið – 16GB. 64GB verða á 499$ eða um 62 þúsund íslenskar. Hann mun verða til sölu í Bandaríkjunum frá og með 31.mars og verður kominn til 100 landa í lok maí.