Ljótu hálfvitarnir halda sína upprisuhátíð á Græna hattinum í ár. Það er ekki langt síðan þeir voru þar síðast, en þá í nokkuð laskaðri mynd þar sem veikindi, barneignir og slysfarir settu rauð strik í reikningana. En nú horfir allt til betri vegar. Meira að segja lóan er komin. Því hyggjast Hálfvitar krossleggja fingur, hefja samanneglda og gifsaða handleggina til himins og heita á þau máttarvöld sem stýra náttúruöflunum, gámahífingum, mannfjölgun og líkamsstarfsemi. Og spila og fíflast að fornhálvískum sið.
Fyrri tónleikarnir verða hið langa föstudagskvöld 25. mars og þeir seinni hið ofurnormal laugardagskvöld 26. mars og hefjast bæði kvöld kl. 22.00.
Miðaverð er 3.900 kr. Forsala er í Pennanum Eymundssyni og á graenihatturinn.is, en þeir sem voru til sölu á midi.is eru búnir. Enn er því hægt að tryggja sér miða hvort kvöldið sem er, en þeir fara þó hratt og þó einhverjir verið líka við innganginn er um að gera að bíða ekki fram á síðustu stundu. Eða eins og páskaeggið sagði: Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.