Nú verður afar áhugavert námskeið haldið á vegum Stílvopnsins. Kenndar verða kveikjur til að rifja upp eigin minningar og hjálpa öðrum að rifja upp minningar.
Námskeiðið (12 klst./16 kest.) er haldið í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð í Þórunnartúni 2
(áður Skúlatún), miðvikudaga 6. – 20. apríl kl. 18:00-22:00
Leiðbeinandi Björg Árnadóttir, rithöfundur og fullorðinsfræðari
Verð 25.000 kr.
Flest stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði fyrir þá sem námskeiðið nýtist í starfi.
Skráning hér
Markhópur: Allir þeir sem vilja rifja upp og rita um það sem á daga þeirra hefur drifið eða nálgast minningar annarra. Námskeiðið hentar bæði þeim sem hafa litla og mikla reynslu af því að skrifa.
KENNSLUMARKMIÐ
Að þátttakendur læri að nota margvíslegar kveikjur til að rifja upp eigin minningar og hjálpa öðrum til að rifja upp minningar
Að þátttakendur þjálfi sig í að skoða og skrifa um minningar frá mismunandi sjónarhólum
Að þátttakendur styrki bæði veikar og sterkar hliðar sínar á sviði ritlistar
Að þátttakendum finnist þeir hafa eflst og styrkst að námskeiði loknu
KENNSLUÁÆTLUN
Fyrsta ritsmiðja Miðvikudagur 6. apríl kl. 18:00-22:00
Fjallað um hvernig minnið virkar og hvernig minningar taka breytingum í tímans rás. Gerðar stuttar ritunaræfingar sem tengjast minningum til að hrista upp í heilasellunum og hrista hópinn saman. Margvíslegar kveikjur eru notaðar til upprifjunar á andrúmslofti, tilfinningum og atburðum. Stuttir textar skrifaðir og ræddir í hópnum. Heimaverkefni: Dagbókarskrif.
Önnur ritsmiðja Miðvikudagur 13. apríl kl. 18:00-22:00
Umræður um gildi dagbókarskrifa. Þátttakendur velja einhvern þeirra texta sem þeir þegar hafa skrifað og kafa dýpra í hann með frekari skrifum. Textum deilt og þeir ræddir. Heimaverkefni: Spjall við aðra manneskju um minningar hennar.
Þriðja ritsmiðja Miðvikudagur 20. apríl 18:00-22:00
Umræður um hve ólíkar minningar fólks eru og texti skrifaður í framhaldi af þeim. Umræður og frekari skrif.